is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7157

Titill: 
  • Lífsánægja unglinga í 10.bekk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lífsánægja er flókið fyrirbæri sem byggist á huglægu mati hvers einstaklings um heildar gæði lífsins. Lífsánægja er talin tengjast ýmsum félagslegum og fjárhagslegum þáttum og hvort um er að ræða velgengni á þeim þáttum eða ekki (Lyubomirsky og fl., 2005). Til að mæla lífsánægju er notast við 11 bila kvarða, þar sem einstaklingar meta lífsánægju sína á bilinu núll til tíu, þar sem núll táknar versta hugsanlega lífið og tíu táknar besta hugsanlega lífið. Í þessari rannsókn verður skoðað hvort að hreyfing, næring og fjárhagsstaða fjölskyldunnar hafi tengsl við lífsánægju unglinga í 10.bekk. Gengið er út frá því að svo sé. Einnig verður skoðað hvort að lífsánægja unglinga hafi breyst í kjölfar efnahagshrunsins. Gengið er út frá því að verri fjárhagsstaða hafi þau áhrif að lífsánægja minnki. Til að leita svara við þessum tilgátum var notast við viðeigandi spurningar og svör úr rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema (HBSC) sem lögð var fyrir árin 2006 og 2010, um það bil tveimur árum fyrir og eftir að kreppan skall á. Niðurstöður leiddu í ljós að hreyfing, næring og fjárhagsstaða fjölskyldunnar hafa tengsl við lífsánægju unglinga í 10.bekk. Jafnframt kom í ljós að lífsánægja unglinga í 10.bekk hefur ekki minnkað í kjölfar kreppuáhrifa, heldur hefur hún aukist lítillega að meðaltali.

Samþykkt: 
  • 6.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7157


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lífsánægja unglinga í 10.bekk - skil.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna