ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7165

Titill

Sniðganga félaga í fjármálagerningum

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Sniðganga hefur lengi verið viðurkennd sem lögfræðilegt úrlausnarefni innan skattaréttarins en þrátt fyrir ærið tilefni hefur sniðgangan hlotið minni umfjöllun á öðrum réttarsviðum. Í þeirri viðleitni að finna meginreglu um sniðgöngu er réttast að líta fyrst til skattasniðgöngureglna og þeirra skilyrða er um hana gilda.
Talið er að finna megi grunnreglu um skattasniðgöngu í 57. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt en vísað hefur verið til hennar á þann máta af skattayfirvöldum og dómstólum. Skilyrði þess að um skattasniðgöngu sé að ræða, þá þarf gerningur að vera verulega frábrugðinn því sem almennt gerist og má í því sambandi nefna t.d. málamyndagerninga og sýndargerninga.
Því hefur verið haldið fram af fræðimönnum að ekki sé um að ræða skattasniðgöngu nema gerningar hafi verið gerðir á milli aðila en svo þarf þó ekki að vera. Grunnregla skattasniðgöngu í 57. gr. laga nr. 90/2003 er auk þess talin fela í sér raunveruleikareglu og milliverðsreglu sem er byggð á armslengdarreglunni. Í þessum reglum felast leiðréttingarheimildir handa skattayfirvöldum. Raunveruleikareglunni er beitt með þeim hætti að ráðstöfunin er lögð til hliðar og byggt er á því sem raunverulega gerðist, ekki þarf sérstaka lagaheimild til þess að gera slíka leiðréttingu. Milliverðsreglan er talin eiga sér stoð í 2. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003 en um er að ræða reglu sem verður að eiga sér stoð í lögum en hún heimilar skattyfirvöldum að gera leiðréttingar á skilmálum gerninga á milli tengdra skattaðila.
Dómafordæmi dómstóls Evrópusambandsins leiða í ljós að reglur um sniðgöngu í sambandsrétti eru enn í mótun en draga má þá ályktun af þeim fordæmum sem eru til umfjöllunar að í vissum tilvikum er aðildarríkjum heimilt að hindra eða beita viðurlögum gegn sniðgöngu þegar hún er gerð á þann hátt að reglum sambandsréttarins er beitt.
Þeir sniðgöngugerningar sem hafa verið hvað mest áberandi síðustu misseri eru lánasamningar og kaup- og söluréttarsamningar. Lánasamningar hafa m.a. verið notaðir til þess að úthluta fjármunum úr félögum með óheimilum hætti.
Kaup- og söluréttarsamningar eru samningar sem gert er ráð fyrir í lögum nr. 2/1995 en einungis er gert ráð fyrir kaupréttarsamningum í lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt. Hefur það haft í för með sér að óvissa ríkir um skattlagningu þeirra en skattyfirvöld hafa litið á gerð þessara samninga sem sniðgöngu á 9. gr. tekjuskattslaganna.

Samþykkt
7.1.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
María Guðmundsdótt... .pdf629KBLokaður Heildartexti PDF