ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7166

Titill

Eftirlit með vátryggingastarfsemi

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Í ritgerðinni er leitast við að taka saman og lýsa helstu reglum sem gilda um eftirlit með vátryggingastarfsemi á Íslandi og framkvæmd þess. Mikilvægi skilvirks og áreiðanlegs eftirlits á þessu sviði er ótvírætt. Vátryggingafélög fara með og bera jafnframt ábyrgð á miklu fé og það er þjóðfélaginu mikilvægt að hagsmunir vátryggingataka og vátryggðra séu tryggðir í rekstri þeirra. Þessir aðilar eru hins vegar yfirleitt ekki í aðstöðu til að kanna til hlítar rekstur og fjárhag vátryggingafélaga sem þeir hyggjast skipta við. Til þess að tryggja heilbrigðan og traustan rekstur félaganna hefur reynst nauðsynlegt að hið opinbera hafi eftirlit með starfsemi þeirra og rekstri en hagsmunir þjóðfélagsins krefjast þess að starfsemi vátryggingafélaga, sem og annarra fjármálafyrirtækja sem fara með mikla fjármuni fyrir aðra, njóti aðhalds og að stjórnvöldum séu í lögum fengin úrræði til að grípa í taumana tímanlega ef eitthvað ber út af.
Í byrjun er litið yfir sögu og þróun vátryggingaeftirlits á Íslandi og helstu réttarheimildir sem eftirlitið grundvallast á í dag. Þá er fjallað um þá stofnun sem sinnir eftirlitinu, Fjármálaeftirlitið, stofnun þess og stöðu í stjórnsýslunni auk þess sem almennt er fjallað um heimildir þess og forsendur eftirlitsstarfseminnar.
Ný lög um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010 eru sérstaklega skoðuð, eftir atvikum í samhengi við eldri lög um sama efni og lög nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Er meðal annars fjallað sérstaklega um það hvaða starfsemi fellur undir hugtakið vátryggingastarfsemi, hverjir mega stunda hana hérlendis og hvaða reglur gilda um skipulag, eignarhald og stjórn vátryggingafélaga. Þá er farið yfir reglur um fjárhagslegar kröfur til vátryggingafélaga og kannað hvernig eftirliti með vátryggingaskilmálum, iðgjaldagrundvelli og viðskiptaháttum vátryggingafélaga er háttað.
Að lokum er sjónum beint að valdheimildum Fjármálaeftirlitsins við eftirlit með vátryggingastarfsemi sem og úrræðum sem í boði eru fyrir eftirlitsskylda aðila vegna ákvarðana Fjármálaeftirlitsins sem snerta þá, vilji þeir andmæla þeim. Gagnsæi í eftirlitsstarfsemi Fjármálaeftirlitsins er einnig til umfjöllunar.

Samþykkt
7.1.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Eftirlit með vátry... .pdf940KBLokaður Heildartexti PDF