is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7168

Titill: 
  • Á að kenna móðurmál? Hlutverk tungumála skoðuð í skólum á Indlandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að skoða stöðu minnihlutamála í skólum á Indlandi og athuga hvort að þörf sé á að kenna móðurmál nemenda í fjölmenningarlegu samfélagi. Litið er á hugmyndir þjóðernishyggju, málstefnu og menntunar og skoðað hvernig birtingarmynd þessarra hugmynda kemur fram á Indlandi. Áhrif evrópskrar þjóðernishyggju, með hugmyndir um samsemd og einingu, hefur leitt af sér mismunandi stöðu og virðingu tungumála á Indlandi. Opinberu tungumálin eru ríkjandi innan samfélagsins, á kostnað minnihlutamálanna og er tilvist margra mála í hættu. Tungumálið gefur aðgengi að pólitískri, félagslegri og efnahagslegri velgengni og veitir tungumálið sem notað er í skólum bestu tækifærin. Indverska menntakerfið hefur ýtt undir frekari stéttaskiptingu innan samfélagsins, sem byggir á því tungumáli sem einstaklingar hafa tileinkað sér. Tvískipting tungumála, þar sem enskan er mál virðingar og vinsælda og indversku málin eru hins vegar tungumál menningar og hefða, styrkir félagslegt ójafnrétti samfélagsins. Notkun ensku leiðir til enn veikari stöðu indverskra mála.
    Það er nauðsynlegt að kenna móðurmál nemenda í skólum, en það gefur barninu bestan skilning og stuðlar að jákvæðu viðhorfi til tungumálsins. Kennsla á móðurmáli viðheldur tungumálalegri og menningarlegri fjölbreytni.

Samþykkt: 
  • 7.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð.pdf339.42 kBLokaðurHeildartextiPDF