is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7183

Titill: 
  • Beinar aðfarargerðir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Það myndi oft og iðulega valda réttarspjöllum fyrir þann sem á rétt til þess að fá umráð fasteignar eða lausafjármunar ef hann þyrfti einatt að bíða dóms um rétt sinn áður en hann gæti gert ráðstafanir til að öðlast umráð yfir öðru tveggja.
    Til að stemma stigu við þessu hefur löggjöf löngum kveðið á um skemmri leið framhjá hinu vandaða og formfasta réttarfari almenna dómstólsins. Með öðrum orðum er rótgróin regla í íslenskum rétti að unnt sé að leita fullnustu á kröfu til umráða yfir einhverju áþreifanlegu með útburðar- eða innsetningargerð án undangengins dóms eða sáttar. Þessar aðfarartegundir, sem hafa frá ómunatíð haft ríkt hlutverk í íslensku réttarkerfi, skipast undir réttarfarshagræði sem venja er fyrir að sameina undir einu nafni; beinar aðfarargerðir. Með þessu réttarfarshagræði er vikið frá þeirri grundvallarreglu, að leita verði úrlausnar um réttindi í almennu einkamáli áður en hægt er að grípa til aðgerða til að fá þeim fullnægt. Hugtakið „beinar“ aðfarargerðir helgast af þessu. Um beinar aðfarargerðir er lagaumgjörð sem miðar að því að réttur gerðarbeiðanda yfir aðfararandlaginu sé skýlaus og er málsmeðferðarreglum hagað á þann veg að rekstur málsins tekur skemmri tíma en við almenna dómstólaleið.
    Í ritgerðinni er gerð grein fyrir beinum aðfarargerðum með heildstæðum hætti samkvæmt 12. kafla laga nr. 90/1989 um aðför. Öðru fremur er leitast við því að brjóta til mergjar almenn skilyrði þessara gerða samkvæmt 1. mgr. 78. gr. laganna sem aðgreinast í efnisleg- og réttarfarsleg skilyrði. Til nánari glöggvunar eru skilyrðin borin saman við hliðstæð skilyrði beinna aðfarargerða í dönskum rétti. Í ritgerðinni er aukinheldur fjallað um kröfugerð og aðild að málum um beina aðfarargerð og samhengisins vegna málsmeðferð, framkvæmd og ábyrgð á þessum gerðum. Í umfjölluninni er byggt á dómaframkvæmd á árunum 1995-2000 en einnig er stuðst við eldri dóma þegar þörf krefur.

Samþykkt: 
  • 7.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Beinar aðfarargerðir.pdf779.18 kBLokaðurMeginmálPDF
Forsíða.pdf30.88 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna