is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7204

Titill: 
  • Hverjum þjónuðu íslenskir þingmenn á árunum 2003-2008?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið ritgerðar er að finna út hverjum íslenskir þingmenn þjónuðu á árunum 2003–2008. Lagðar eru til grundvallar þrjár rannsóknarspurningar. Í fyrsta lagi er spurt hvort þingmenn hafi brugðist siðferðilegri skyldu sinni með andvaraleysi um stöðu bankanna. Í öðru lagi er leitað svara við því hvernig siðferðileg vitund þingmanna um hlutverk sitt endurspeglaðist á þingi. Í þriðja lagi er spurt hvort þingmenn hafi orðið of tengdir bankakerfinu til að geta sinnt hlutverki sínu sem fulltrúar almannahagsmuna. Rannsókn ritgerðarinnar miðar við setningu 129. löggjafarþings þann 26. maí 2003 til þingloka 135. löggjafarþings þann 12. september 2008. Byggt er á áttunda bindi í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem vinnuhópur um siðferði vann að. Jafnframt eru lagasetningar, álit, þingsályktunartillögur, frumvörp og umræður þingmanna á þingi sem utan þings greind í ákveðin þemu sem endurspegla afstöðu þingmanna til bankakerfisins og siðferðis og starfshátta á Alþingi. Styrkir bankanna til stjórnmálaflokkanna og til einstakra þingmanna eru einnig athugaðir og greindir. Auk þess er fjallað um þá umdeildu vinnuhætti sem voru viðhafðir í einkavæðingarferlinu. Niðurstöður sýna að þingmenn þjónuðu ekki vel því hlutverki sínu að gæta hagsmuna almennings. Þeir brugðust siðferðilegri skyldu sinni á tímabilinu sem lýsti sér í skorti á ábyrgð, faglegum starfsháttum, eftirliti og yfirsýn á málefni bankanna og stöðu efnahagslífsins. Umræður um siðferði og starfshætti Alþingis voru oft teknar fyrir á tímabilinu en lítið gert til að styrkja þessa þætti innan þingsins. Allmargir þingmenn þáðu háa styrki frá bönkunum á tímabilinu sem hefur varla hvatt þá til að standa fyrir öflugu eftirliti með bönkunum.
    Lykilorð: stjórnmál, siðferði, Alþingi, þingmenn, bankahrunið 2008

Samþykkt: 
  • 11.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð 11. janúar 2011.pdf722.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna