is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7206

Titill: 
  • Kyngervi raunvísinda: Námsval og aðstæður kvenna í ákveðnum greinum á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna námsval og aðstæður kvenna í ákveðnum greinum á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands þar sem konur eru í minnihluta, nánar tiltekið í stærðfræði, eðlisfræði, tölvunarfræði og rafmagns- og tölvuverkfræði. Rannsóknin er byggð á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir 185 nemendur (139 karla og 46 konur) sem stunda nám í þessum greinum. Niðurstöður benda til þess að konur sem velja þessar greinar hafi trú á eigin færni í stærðfræði og séu sterkir námsmenn en hafa þurft hvatningu og stuðning til að velja nám í hefðbundnum karlagreinum. Þá benda niðurstöður til þess að nemendur samsami sig vel við menningu og gildismat greinanna en þegar kemur að viðhorfi til kynja koma fram merki um ákveðna togstreitu, þar sem konur upplifa í minna mæli en karlar að virðing, viðurkenning og jafnrétti ríki innan námsins. Þetta getur bent til þess að skólunin hafi ekki heppnast algerlega og það búi eitthvað meira að baki heldur en fullkomin samsömun við sjálfsmynd greinanna. Niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að nýta við stefnumótun innan Háskóla Íslands þar sem unnið er að því markmiði að fjölga nemendum af því kyni sem er í minnihluta í einstökum deildum innan Háskóla Íslands.

Styrktaraðili: 
  • Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands
Samþykkt: 
  • 11.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerð_ÞÓS.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna