ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniLandbúnaðarháskóli Íslands>Umhverfisdeild>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7211

Titill

Áhrif hita á útbreiðslu krabbadýra í Laugarvatni

Skilað
Maí 2010
Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif hita á útbreiðslu krabbadýra í Laugarvatni. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á grunnum lindarvötnum hérlendis og erlendis hafa í mjög takmörku mæli beinst að áhrifum jarðhita á vatnalífverur. Rannsóknin fór fram í Laugarvatni sumarið 2007. Í upphafi voru lögð tvö snið til suðurs út frá norður bakka vatnsins. Snið 1 var lagt út frá heitum hver. Snið 2 var lagt samsíða sniði 1 en þó austar í töluverðri fjarlægð og þess gætt að áhrifa hitans frá hvernum og jarðhita gætti þar ekki. Rannsóknin stóð yfir frá 8. júní til 31. ágúst 2007. Kannað var hvort munur væri á útbreiðslu tegunda eða hópa krabbadýra sem fyndust í krabbagildrum sem lagðar voru fimm sinnum yfir rannsóknartímabilið. Öll sýni úr krabbagildrunum voru skoðuð í víðsjá. Þau dýr sem þar fundust voru flokkuð, þau talin og út frá því var útbreiðsla þeirra skoðuð. Meðfram sýnatökum var hitastig vatnsins mælt, þannig að hægt væri að meta tengsl á milli hitastigs og útbreiðslu breytileika í útbreiðslu, fjölda og samsetningu hópa. Niðurstöður sýndu að ekki er marktækur munur á milli sniða né heldur á milli stöðva, bæði er varðar hitastig og útbreiðslu tegunda eða hópa krabbadýra. Áhrif jarðhitans eru líklega takmörkuð sem gæti verið vegna uppblöndunar vinda sem blanda svona grunnu vatni jafnóðum.

Samþykkt
12.1.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS ritgerð Ragnhil... .pdf752KBOpinn  PDF Skoða/Opna