is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7221

Titill: 
  • Nýliðamóttaka og þjálfun leiðbeinenda Vinnuskóla Reykjavíkur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig móttöku og þjálfun nýráðinna leiðbeinenda í sumarstarfi er háttað hjá Vinnuskóla Reykjavíkur, viðhorf og upplifun leiðbeinendanna til ráðningarferlisins, hvort þeim hafi þótt þjálfun sín nýtast í starfi ásamt því að kanna hvaða væntingar leiðbeinendur höfðu til starfsins. Leiðbein¬endurnir ganga í gegnum tæplega tveggja vikna þjálfun á ýmsum þáttum sem snúa að vinnu með unglingum sem og vinnu við garðyrkju, áður en þeir taka á móti nemendum Vinnuskóla Reykjavíkur sem sumarið 2009 voru tæplega 3500.
    Notast var við megindlega aðferðafræði í rannsókninni en megindlegur spurningalisti var sendur til 158 þátttakenda sem allir höfðu starfað sem leiðbeinendur hjá Vinnu¬skóla Reykjavíkur sumarið 2009. Þá var eitt eigindlegt viðtal tekið við stjórnanda hjá Vinnuskóla Reykjavíkur til þess að fá fram upplýsingar um verklag skólans varðandi ráðningar, móttöku og þjálfun leiðbeinenda.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ráðningarferlið er í nokkuð föstum skorðum hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Störf leiðbeinenda eru auglýst á vef skólans og vef Reykja-víkurborgar og leiðbeinendum sem áður hafa starfað hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og reynst hafa vel í starfi er boðið starf áður en farið er að taka viðtöl við nýja umsækjendur. Viðtöl eru stöðluð og meðmæla er leitað í þeim tilfellum þar sem umsækjendur sem til greina koma hafa ekki reynslu af vinnu með unglingum,
    Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hefur nokkuð vel tekist til hjá Vinnuskóla Reykjavíkur að hanna fræðsluferli fyrir leiðbeinendur sína. Almennt eru þeir ánægðir með þá fræðslu sem þeir hljóta og telja hana nýtast vel í starfi, þó síst garðyrkju¬fræðslu sem Vinnuskóli Reykjavíkur leggur mesta áherslu á. Niðurstöður sýna að flestir þátttakenda sóttu um starf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur vegna áhuga á vinnu með unglingum eða vegna áhuga á útivinnu. Þátttakendur voru almennt ánægðir með upplýsingar sem fengust í ráðningarferlinu og svörin sem þeir fengu við spurningum. Niðurstöður sýna einnig að fleiri þátttakendur voru ánægðir með óformlega fræðslu í formi kennslu og þjálfunar á vettvangi en formlega í formi fyrirlestra og töldu þá aðferð nýtast betur í starfi. Flestir svöruðu því þó til að jöfn blanda af báðum aðferðum hafi undirbúið þá best fyrir starfið. Áhersluþættir Vinnuskóla Reykjavíkur varðandi fræðslu tengjast vel starfsemi skólans og stefnu en leiðbeinendur hafa aðrar áherslur á mikilvægi fræðsluþátta samkvæmt niðurstöðum.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    The aim of this research is to explore how orientation and training of new employees, who will work as instructors for teenagers at the Reykjavik Municipal Work School during the summer, is conducted, how the new employees experience the recruitment process, if they feel as if their training was useful for their work and to explore their expectations for the job. New employees have two weeks of training and the focus is on how to work with teenagers and on gardening. Before the new employees greed the students of the Reykjavik Municipal Work School, who at the summer of 2009 were almost 3500, they have to finish this training program.
    The researcher used quantitative research methods and sent a questionnaire to 158 people who worked as instructors at the Reykjavik Municipal Work School in the summer of 2009. One qualitative interview was conducted with an administrator at the Reykjavik Municipal Work School to gather information on the processes of recruiting, orientation and training of new employees.
    The results of the research show that the recruitment process is well conducted at the Reykjavik Municipal Work School. They use advertisements on their website and on the website for the city of Reykjavik. They also contact former employees of whom they have good experience to offer them to join again for the summer. The administration of the Reykjavik Municipal Work School does that before conducting interviews with new applicants. The interviews are structured and the administrators seek references for the applicants who have no formal work experience with teenagers.
    According to the results of the research the Reykjavik Municipal Work School has formed a good training program for the instructors who are overall content with their training and considered it to be useful in regards to their work. They think least of the training in gardening which is the biggest emphasis by the Reykjavik Municipal Work School. The results also show that most of the participants applied for work at the Reykjavik Municipal Work School because they were interested in working with teenagers or because they were interested in working outdoors. The participants in the research were in general content with the information they received in the recruitment process and the answers they got to their questions. Results also show that majority of participants were more pleased with the informal training they received rather than the formal training and thought the informal training came to better use at work. Most participants thought a mixture of both methods prepered them better for the job. The emphasis that the Reykjavik Municipal Work School has on training is in context with the schools policy, but according to the results of the research the instructors have a different view on the importance of various aspects of the training programs.

Samþykkt: 
  • 12.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskil_skemman.pdf557.44 kBLokaðurHeildartextiPDF