is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7226

Titill: 
  • Spurningalisti Denison um fyrirtækjamenningu: Mat á próffræðilegum eiginleikum og þróun á þekkingarstjórnunarkvarða úr völdum atriðum
  • Titill er á ensku Denison Organizational Culture Survey (DOCS). Psychometric properties and development of a knowledge management inventory from selected items of the DOCS
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aðalmarkmið rannsóknar voru tvö. Í fyrsta lagi að meta próffræðilega eiginleika Spurningalista Denison um fyrirtækjamenningu. Í öðru lagi að þróa þekkingarstjórnunarkvarða úr völdum atriðum úr sama lista sem tengjast þekkingarstjórnun. Spurningalisti Denison inniheldur 60 staðhæfingar sem snúa að fyrirtækjamenningu. Spurningalistinn skiptist í fjórar víddir sem eru þátttaka og aðild, samkvæmni og stöðugleiki, aðlögunarhæfni og hlutverk og stefna. Hver vídd inniheldur þrjár undirvíddir með fimm atriði hver undirvídd. Þátttakendur í rannsókninni voru 1.132 starfsmenn 13 íslenskra fyrirtækja. Karlar voru í meirihluta eða 59,3% (n=658) en konur voru 40,7% (n=452). Um 30% þátttakenda störfuðu í fjarskiptaþjónustu og um 15% í fjármálaþjónustu. Þátttakendur komu einnig úr öðrum greinum eins og úr orkugeira og þjónustu- og framleiðslugreinum. Próffræðilegir eiginleikar voru metnir með leitandi þáttagreiningu og einnig staðfestandi þáttagreiningu þar sem upprunalegt þáttalíkan var borið saman við þáttalausnir úr leitandi þáttagreiningu. Niðurstöður staðfestandi þáttagreiningar á öllum 60 atriðum Spurningalista Denison gáfu til kynna svipuð en óviðunandi mátgæði (goodness of fit) á fjögurra og fimm þáttalíkani eins og á upprunalegu fjögurra þáttalíkani. Þegar atriði hverrar víddar voru þáttagreind kom í ljós betri mátgæði í upprunalegu þáttalíkani í þátttöku og aðild og samkvæmni og stöðugleiki en hvorki í aðlögunarhæfni né í hlutverki og stefnu. Þegar 12 undirvíddir Spurningalistans voru þáttagreindar sýndi upprunalegt fjögurra þáttalíkan mun betri mátgæði sem var í samræmi við fyrri rannsóknir. Hugsanlegar skýringar á þessum niðurstöðum voru ræddar og einnig ábendingar um áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði.
    Til þróunar á þekkingarstjórnunarkvarða voru 11 atriði þáttagreind og staðfestandi þáttagreining sýndi að tveggja þáttalíkan lýsti gögnunum betur en eins þáttalíkan. Þessir þættir voru innri og ytri þekkingarstjórnunaráhersla. Báðir þættir tengdust árangri fyrirtækja eins og heildarframmistöðu og gæðum vöru og þjónustu. Einnig kom í ljós að innri þekkingarstjórnunaráhersla hafði meiri tengsl við ánægju starfsmanna en ytri þekkingarstjórnunaráhersla hafði ein tengsl við ánægju viðskiptavina. Þetta virtist renna stoðum undir réttmæti þessarar þáttabyggingar með fyrirvara um frekar rannsóknir.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was twofold. First to evaluate psychometric properties of the Denison Organizational Culture Survey. Second to develop a knowledge management inventory from selected items of the DOCS. The Denison Organizational Culture Survey consists of 60 statements measuring various elements of organizational culture. The survey is categorized into four dimensions which are involvement, consistency, adaptability and mission. Each dimension consists of three subdimensions with five items each. The sample consisted of 1,132 managers and employees in 13 Icelandic firms. The majority of the participants were males or 59.3% (n=658) but 40.7% (n=452) were females. Approximately 30% of participants were employed in telecommunications and 15% came from the financial services. Other sectors were energy, various services and production. The psychometric properties were evaluated with exploratory and confirmatory factor analysis. The original factor model was compared with factor models as indicated by results of exploratory factor analysis. Results of confirmatory factor analysis on all 60 items revealed unsatisfactory goodness of fit for the original four factor model as well as the four and five factor models from the exploratory factor analysis. Items from each dimension individually were also factor analysed. Results showed better and acceptable goodness of fit for the original factor model of involvement and consistency but not for adaptability and mission. Factor analysis of the 12 subdimensions of the DOCS indicated an acceptable goodness of fit for the original four factor model which were in line with other studies. Possible explanations for these results were discussed as well as recommendation for future research in this area.
    A total of 11 items were factor analysed as a part of the development of a knowledge management inventory. The results indicated that a two factor model had acceptable and better goodness of fit than one factor model. The factors were interpreted as an internal knowledge management focus consisting of items from involvement and consistency and external knowledge management focus consisting of items from adaptability and mission. Both factors were related to overall organizational performance and quality of service and products. Results also showed significantly stronger relationship between internal knowledge management focus showed and employee satisfaction but only external knowledge management foucs was related to customer satisfaction. These results indicate preliminary validity for two factors of knowledge management measured with items from the Denison Organizational Culture Survey.

Samþykkt: 
  • 13.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7226


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GudmundurSkarphedinsson_MSritgerd_2011_Denison.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna