ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniLandbúnaðarháskóli Íslands>Auðlindadeild>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7227

Titill

Áhrif útivistar á seinni hluta meðgöngu á burðarerfiðleika sauðfjár

Skilað
Maí 2009
Útdráttur

Markmið verkefnisins var að kanna hvort útivist áa á síðari hluta meðgöngu hafi áhrif á burðarerfiðleika. Annað markmið var að kanna umfang og ástæðu burðarerfiðleikanna sem upp komu. Einnig að athugað hvort áhrif útivistarinnar hafi áhrif á fæðingarþunga og vaxtarhraða lamba. Rannsókn var gerð á tilraunabúinu á Hesti þar sem bornir voru saman tveir hópar áa. Annar hópurinn hafði aðgang að útivist en hinn ekki. Skráðir voru allir burðarerfiðleikar auk upplýsinga um fæðingarþunga og vöxt lamba fram að fjallrekstri. Einnig voru ærnar vigtaðar og holdastigaðar áður en tilraunin byrjaði og svo rétt áður en henni lauk. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að ekki kom fram marktækur munur á burðarerfiðleikum á milli hópa. Burðarerfiðleikar voru þó aðeins meiri í útihópnum. Niðurstöður um fæðingarþunga lamba og vaxtarhraða lamba fram að fjallrekstri gefa sterkar vísbendingar um að ærnar sem gátu komist út eignist þyngri lömb og þau vaxi hraðar. Einnig kom fram í ranns kninni að ærnar sem gengu við opið héldu betur holdum og þyngdust meira heldur en ærnar í innihópnum.

Samþykkt
13.1.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS ritgerð Einar K... .pdf143KBOpinn  PDF Skoða/Opna