is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7230

Titill: 
  • Tengsl innri hvatningar og sjálfræðis í starfi
  • Titill er á ensku The relationship between intrinsic motivation and self-determination
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa rannsóknarverkefnis til meistaraprófs í mannauðsstjórnun er að rannsaka tengsl sjálfræðis í starfi og innri hvatningar. Rannsóknarspurningin er eftirfarandi: Er jákvæð fylgni á milli sjálfræðis í starfi og innri hvatningar? Verkefnið byggir á rannsókn Bard Kuvaas frá árinu 2009 og kenningarfræðilegur grunnur þess er sjálfræðiskenningin um hvatningu (e. self-determination theory of motivation) þeirra Deci og Ryan. Settar eru fram rannsóknartilgátur sem byggja á þessari kenningu.
    Í fyrsta hluta ritgerðar minnar er farið yfir tilgang og markmið ofangreindar rannsóknar og helstu hugtök eins og sjálfræði, hvatningu og helstu þarfakenningar. Í framhaldi af því er áðurnefnd kenning Decis og Ryans kynnt. Í seinni hlutanum er farið yfir aðferðarfræði rannsóknarinnar og helstu niðurstöður kynntar og ræddar. Gerð var megindleg rannsókn í tveimur einkafyrirtækjum og einu í opinberum rekstri á höfuðborgasvæðinu. Rannsóknin var send til 343 starfsmanna þessara fyrirtækja í gegnum Google-doc-forritið á netinu, en af þeim svöruðu alls 97. Svarhlutfall var því 28,80%.
    Niðurstöður gefa til kynna að jákvæð fylgni sé á milli sjálfræðis í starfi og innri hvatningar. Það sama á við stuðning yfirmanns við sjálfræði og hæfni í starfi og innri hvatningu. Ekki reyndist vera fylgni á milli innri hvatningar og sterkra innri tengsla verkefna. Svo virðist því sem aukið sjálfræði geti verið áhrifaríkt verkfæri til að hvetja starfsmenn til dáða og til að skapa starfsvettvang, þar sem starfsmenn eru drifnir áfram af framkvæmdagleði og áhuga á því sem þeir eru að fást við. Þessi rannsókn leiðir einnig í ljós, hve mikilvægt það er að stjórnendur styðji starfsmenn sína til aukins sjálfræðis og sýni þeim með beinum og óbeinum hætti að þeir séu hæfir í starfi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this project as a thesis for a master´s degree in human-resource-management is to test the relationship between self-determination and intrinsic motivation. The research question is: Is there a positive correlation between self-determination at work and intrinsic motivation? The study is based on a research made by Bard Kuvaas in the year 2009 and the self-determination theory by Deci and Ryan which forms its theoretical basis. Hypothesis, based on this theory are set forth.
    The first part of this study consists of an overview of the purpose and objectives of this study as well as the presentation of key concepts like self-determination, motivation and primary need-theories of motivation. This is followed by an introduction of Deci's and Ryan's self-determination theory. The second part of this study covers the methodological part, where important findings are introduced and discussed. Two companies in the private sector and one from the public sector participated in this quantitative research. The questionnaire was sent to 343 employees through a web-based tool (Google-doc), which resulted in complete data from 97 participants, representing a response rate of approximately 28,80%.
    The findings suggest a positive correlation between self-determination at work and intrinsic motivation. The same applies to supervisor support for self-determination and competence. No correlation was however found between task interdependence and intrinsic motivation. It therefore appears as if increased self-determination can be an effective tool to motivate employees and create a job environment, where people are driven by the will to perform and by interest in their tasks. This research also shows, how important it is, that supervisors support their employees in the process of gaining more self-determination at work and mediate the feeling, that they are competent.

Samþykkt: 
  • 13.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7230


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna