is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7234

Titill: 
  • Kerfislæg áhrif skuldaafleiða í tengslum við húsnæðislánamarkað Bandaríkjanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru kerfislæg áhrif skuldaafleiða í tengslum við húsnæðislánamarkaðinn í Bandaríkjunum.
    Greiðslufallsáhætta er sú áhætta sem aðili stendur frammi fyrir þegar hann veitir lán og snýr að því hvort hann fái lánið endurgreitt. Megintilgangur skuldaafleiða er að verjast greiðslufallsáhættu með tvennum hætti. Annars vegar með því að tryggja lánið með skuldatryggingarálagi (e.Credit Default Swap, CDS) og hins vegar með því að selja öðrum aðila lánið með skuldabréfavafning (e.Collateralized Debt Obligation).
    Upphaf stærstu fasteignabólu sem myndaðist hefur í Bandaríkjunum má rekja til stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum og stýrivaxtalækkunar árið 2000. Í kjölfarið jókst aðgengi að lánsfé og aukin eftirspurn eftir húsnæði myndaðist.
    Undirmálslán eru húsnæðislán sem veitt eru aðilum sem ekki geta sannað greiðslugetu. Frjálslega var farið í lánveitingar af þessu tagi og lánin notuð sem efniviður í skuldaafleiður. Skuldaafleiðurnar voru seldar sem áhættulítil skuldabréf en áhætta bréfanna varð meiri eftir því sem undirmálslán urðu hærra hlutfall undirliggjandi lánasafna. Aukin áhætta bréfanna endurspeglaðist ekki í mati þeirra og fjárfestar voru oft á tíðum grunlausir um raunverulega áhættu fjárfestinga í þeim. Með notkun skuldaafleiða urðu fjármálakerfi heimsins háð fasteignaverði í Bandaríkjunum og afleiðingar verðhruns á fasteignum þar leiddi til alþjóðlegrar lausafjárkreppu.
    Það hefði mátt koma í veg fyrir mikið af því tjóni sem varð með því láta ákvarðanatöku taka mið af hugsanlegri myndun eignabólu. Þá hefðu reglugerðir varðandi afleiðuviðskipti verið hertar og hugsanlega staðið öðruvísi að stýrivaxtahækkun sem var upphaf verðhruns á fasteignamarkaði.

Samþykkt: 
  • 13.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerðin.pdf363.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna