ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7249

Titlar
  • Greining á tólf lykilspurningum vinnustaðagreiningar Gallup og svörum við þeim í útibúum Landsbanka Íslands hf

  • en

    Analysis of the twelve key questions in the Gallup Workplace Audit and their responses in bank branches of Landsbanki Íslands hf

Skilað
Febrúar 2011
Útdráttur

Tilgangur ritgerðar þessarar er að greina tólf lykilspurningar í vinnustaðagreiningu Gallup og rýna í svör við þeim í vinnustaðagreiningu Capacent Gallup fyrir nokkur útibúa Landsbanka Íslands hf á árunum 2005 til 2007. Sögulegur og fræðilegur grunnur spurninganna er rannsakaður. Farið er yfir þróun stjórnunar og vinnusálfræði og helstu kenningar um hvatningu og rætt um starfsánægju og helgun í starfi.
Rætt er ítarlega um hverja og eina hinna tólf lykilspurninga og greint frá tilurð þeirra og rannsóknum Gallup á sviði helgunar og styrkleika í starfi. Niðurstöður vinnustaðagreiningar tólf útibúa Landsbanka Íslands á höfuðborgarsvæðinu eru birtar og þær túlkaðar í tilviksrannsókn sem byggir á greiningu gagnanna. Í lokin eru teknar saman niðurstöður um efnið. Ritgerðin er greining á heimildum sem liggja fyrir um efnið og gögnum úr áðurnefndri vinnustaðagreiningu Capacent Gallup.
Niðurstaða höfundar er sú, að lykilspurningarnar tólf hvíli á sterkum grunni helstu kenninga um hvatningu, þær séu góð mæling á helgun starfsmanna og henti vel til að gera samanburð á starfseiningum á borð við útibú Landsbankans.

Samþykkt
13.1.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ritgerd_Lokaeintak.pdf2,16MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna