is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7251

Titill: 
  • Notkun trjágróðurs við golfvelli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Til Íslands barst golfíþróttin í kringum 1930, en það er ekki fyrr en á síðustu þrem áratugum að hægt er að segja að uppbygging golfvalla hafi hafist fyrir alvöru og í dag eigum við Íslendingar nokkra frambærilega golfvelli sem eru samanburðarhæfir við góða golfvelli erlendis. Í ritgerð þessari gerir höfundur tillögur að gróðurplani á völdum brautum á Garðavelli á Akranesi. Uppbygging Garðavallar hefur staðið allt frá árinu 1965, en 18 holu golfvöllur var opnaður í núverandi mynd árið 2000.
    Í örstuttu máli er fjallað almennt um notkun gróðurs í umhverfinu, yfirbragð hans og notkun gróðureinda. Meginefni ritgerðarinnar er síðan um notkun trjáa og runna á golfvöllum. Fjallað er um skipulag trjágróðurs, notkun gróðurs sem hindrana og til fegrunar. Þá er fjallað um endurskipulagningu trjágróðurs og gróðurumhirðu á golfvöllum. Að lokum er gerð tillaga að gróðurskipulagi valinna golfbrauta á Garðavelli á Akranesi, þar sem greining er gerð á helstu þáttum, svo sem veðráttu, kennileitum, sérkennum og ríkjandi gróðurtegundum. Með þessum tillögum er leitast við að halda þeim sérkennum á vellinum sem nálægð hans við Garðalund gefur tilefni til án þess þó að skyggja mjög mikið á Akrafjallið sem gefur vellinum sterkan svip eða fjallahringinn í kring.

Samþykkt: 
  • 13.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7251


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-lokaverkefni 4. mai. 2009c.pdf5.38 MBOpinnPDFSkoða/Opna