ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7252

Titill

Kárahnjúkavirkjun og Fjarðaál. Staðbundin, hagræn áhrif framkvæmda á Austurlandi

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Í mars 2003 var ákveðið að hefja byggingu virkjunar við Kárahnjúka til að knýja álver Alcoa við Reyðarfjörð, þar með hófust mestu framkvæmdir sögunnar hér á landi. Íbúum á Austurlandi fjölgaði gríðarlega á framkvæmdatímanum en hefur fækkað mikið síðan 2007. Verð á íbúðarhúsnæði nálægt því tvöfaldaðist árið 2003 og var byggt nánast tvöfalt meira en spár gerðu ráð fyrir að þyrfti til að mæta varanlegri fjölgun íbúa á Austurlandi, af þeim sökum stendur mikið af íbúðarhúsnæði autt á Austurlandi. Mest varð fjölgunin í hópi karlmanna á aldrinum 18 – 45 ára en lítil fjölgun varð í hópi kvenna og lítil sem engin fjölgun varð á nemendum á öllum skólastigum á tímabilinu 2002 - 2009.
Hagvöxtur var mikill á svæðinu yfir tímabilið 2004 – 2006 og fór í 31% árið 2005 en dróst saman um 17% árið 2007 þegar framkvæmdum var að ljúka. Annar iðnaður, svo sem fiskvinnsla og landbúnaður, dróst saman á svæðinu yfir tímabilið og er hugsanlegt að tilkoma álversins hafi átt þátt í að ryðja út öðrum iðnaði og þannig hafi orðið vart við Hollensku veikina (e. Dutch Disease) á svæðinu.
Litið til framtíðar er ljóst að áliðnaður er orðinn gríðarlega mikilvægur fyrir atvinnustarfsemi á svæðinu og yrði það mikið högg ef hann legðist af á næstu áratugum, bæði fyrir fyrirtæki sem þjónusta álverið og alla starfsmenn álversins og enn fremur starfsmenn fyrirtækja sem þjónusta álverið.

Samþykkt
13.1.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Þórður Ingi_MS rit... .pdf1,41MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna