is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7258

Titill: 
  • Útflutningur sjávarafurða á Bretlandsmarkað
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útflutningur sjávarafurða gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þjóðarhag og almenn lífsgæði. Íslendingar eru meðal 10 stærstu útflytjanda í heiminum á fiskafurðum. Fjórðungur gjaldeyristekna sem koma frá íslenskum sjávarútvegi verða til vegna útflutnings á Bretlandsmarkað. Markaður fyrir sjávarafurðir á Bretlandi er mjög stór. Hann er einnig einn sá mikilvægasti fyrir Íslendinga.
    Útflutningur á eigin vegum á Bretlandsmarkað getur aukið hagkvæmni, aukið veltu, aukið nýtingu á framleiðslutækjum og betri yfirsýn í skipulagningu veiða. En það er margt sem þarf að skoða. Til dæmis útflutningsleiðir, kostnað við útflutning, aukin umsvif innan fyrirtækisins, skipulagsbreytingar og aukið álag á stjórnendur. Núverandi útflutningur á sjávarafurðum frá Íslandi er þannig háttað að flest allar afurðir eru seldar við verksmiðjudyr og bera framleiðendur kostnaðinn í lægra vöruverði.
    Í þessari ritgerð var reynt að finna hagkvæmari leiðir við inngöngu á Brelandsmarkað fyrir miðlungsstórt sjávarútvegsfyrirtæki á Snæfellsnesi. Kostir og gallar hverrar leiðar sem til boða standa voru bornar saman auk þess sem gróft kostnaðaryfirlit um hverja leið fyrir sig var útlistuð. Það var mat höfundar þessarar ritgerðar að lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki ættu að koma á fót sölufyrirtæki í sameiginlegri eignaraðild.

Samþykkt: 
  • 13.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7258


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðmundur Runólfsson hf (1).pdf801.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna