is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/725

Titill: 
  • Barnaefni eða Bachelor? : hvaða efni kjósa börn að horfa á í sjónvarpi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Miklar breytingar hafa orðið á sjónvarpsáhorfi Íslendinga enda hefur
    fjölmiðlamarkaðurinn breyst mikið á skömmum tíma. Í þessari rannsókn er leitast við að
    varpa ljósi á það sem börn og unglingar á aldrinum 10 til 15 ára kjósa að horfa á í
    sjónvarpi. Notast var við gögn úr langtímarannsókninni Börn og sjónvarp á Íslandi frá
    árinu 2003 sem náði til barna á þremur stöðum á landinu, í Reykjavík, Vestmannaeyjum
    og á Akureyri. Upplýsingar um sjónvarpsáhorf voru fengnar með því að láta þátttakendur
    fylla út þar til gerða dagbók og kom þá fram allt það efni sem þau höfðu horft á vikuna
    12. til 18. mars. Hér er veitt yfirsýn yfir þá dagskrárliði sem mest áhorf var á hvern dag
    vikunnar. Allt það efni sem var á dagskrá umrædda viku var síðan flokkað í 13 sérstaka
    efnisflokka til að greina hvort aldurs- eða kynjabundinn munur væri á sjónvarpsáhorfinu.
    Í ljós kom að raunveruleika- og gamanefni er vinsælast hjá krökkunum og að stúlkur
    horfa marktækt meira en piltar á þessa tvo efnisflokka. Þá kom í ljós að yngstu krakkarnir
    horfa meira en þau eldri á barnaefni og að elstu krakkarnir horfa meira á menningar-,
    lífstíls-, og viðtalsefni. Ekki reyndist vera munur milli kynjanna eða aldursflokka hvað
    varðar áhorf á annað efni. Stelpur reyndust horfa meira á sjónvarp yfirhöfuð en drengir. Á
    þeim tíma sem könnunin var lögð fyrir má segja að íslensk börn hafi í raun í fyrsta skipti
    haft raunverulegt val um hvað horft er á í sjónvarpi. Niðurstöðurnar eru því mikilsverð
    vísbending um þá þróun sem kann að eiga sér stað á næstu árum.

Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/725


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd-final-pdf.pdf675.54 kBOpinnBarnaefni - heildPDFSkoða/Opna