ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7275

Titill

Ungmennaráð sem ný form íbúalýðræðis í íslenskum sveitarfélögum: Áhrif, virkni og skipun ungmennaráða Akraness, Árborgar og Ölfuss

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Ungmennaráðum á Íslandi hefur verið að fjölga seinustu ár. En ungmennaráð eiga samkvæmt æskulýðslögum frá árinu 2007 að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Í þessari ritgerð verður skoðað hvort ungmennaráð sveitarfélaga hafi áhrif á ákvarðanatöku sveitarfélaga, hvort þau séu virk og hvernig þau eru skipuð. Til að skoða þetta eru þrjú sveitarfélög og þeirra ungmennaráð tekin til rannsóknar en þau eru ungmennaráð Ölfuss, ungmennaráð Árborgar og unglingaráð Akraness.
Við rannsóknina er notast við eigindlega aðferðafræði og eru viðtöl tekin við nefndarmenn í ungmennaráðunum sem og starfsmenn sveitarfélaganna. Að auki eru fundargerðir sveitarfélaganna greindar til þess að komast að því hvort ráðin hafi áhrif á ákvarðanatöku innan sveitarfélaganna.
Hér verður sýnt fram á það hvernig ungmennaráð eru ný form íbúalýðræðis í íslenskum sveitarfélögum og hvernig ungmennaráð hafa haft áhrif innan sveitarfélaganna. Skipulag ráðanna, umgjörð og viðhorf bæjarstjórna skipta þó máli þegar áhrifin eru skoðuð því áhugaleysi bæjarstjórna getur orsakað minni áhrif ráðanna. Með öflugu starfi ungmennaráða er verið að auka ungmennalýðræði og íbúalýðræði en til þess að það takist er mikilvægt að bæjarstjórnir styðji við bakið á ungmennaráðum og taki mark á þeim.

Samþykkt
13.1.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Valur Rafn Halldór... .pdf857KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna