is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/728

Titill: 
  • Aðgát skal höfð í nærveru sálar : siða- og starfsreglur íslenskra fjölmiðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjölmiðlar eru orðnir gríðarstór hluti af lífi nútímamannsins og stétt fjölmiðlamanna er sú stétt
    sem hefur hvað mest áhrif á hinn almenna borgara með beinum eða óbeinum hætti. Þar sem
    starf fjölmiðlanna er jafn mikilvægt og raun ber vitni er eðlilegt að um þá gildi ákveðnar
    reglur, bæði til að tryggja viðgang þeirra og einnig til að þeir sinni störfum sínum á viðeigandi
    hátt. Mörg blaðamannasamtök, staðbundin jafnt sem alþjóðleg, sem og einstakir miðlar komið
    sér upp skráðum siðareglum til að leiðbeina sínu fólki um vandrataða vegi faglegrar
    fréttamennsku.
    Hér verður leitast við að varpa ljósi á þær siða- og starfsreglur sem íslenskir fjölmiðlar
    starfa eftir í dag og leitað svara við þeim spurningum hvort á þeim sé merkjanlegur munur og
    hvernig reglurnar hafi áhrif á starf fjölmiðlanna. Það verður gert með því að taka fyrir nokkur
    mál sem oft koma upp í starfi fjölmiðla, skoða hvort og þá hvernig tekið er á þeim í
    starfsreglum miðlanna og ákvæði reglnanna að lokum tengd við raunveruleikann með dæmum
    úr starfi þeirra.
    Vinnureglur íslenskra miðla eru nokkuð svipaðar þó svo að greina megi ákveðinn
    áherslumun. Ríkisútvarpið hefur á að skipa langýtarlegustu og reglunum enda er hefðin fyrir
    reglum um fréttaflutning langsterkust þar. Starfsreglur 365 miðla, Morgunblaðsins og
    Fréttablaðsins eru að sama skapi í flestum tilfellum svipaðar og nokkuð strangar. Þrátt fyrir að
    ritstjórnarstefna DV hafi breyst tölvuvert þá er blaðið ennþá nokkuð frábrugðið hinum
    miðlunum, sérstaklega þegar tekið er mið af nafn- og myndbirtingarstefnu blaðsins. Ennþá er
    stefna blaðsins í þeim málum harðari en stefna hinna miðlanna þó svo að hún hafi mildast til
    muna.

Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/728


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf52.16 kBOpinnAðgát - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heimildaskrá.pdf75.41 kBOpinnAðgát - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Lokaritgerð.pdf458.31 kBOpinnAðgát - heildPDFSkoða/Opna
Útdráttur.pdf37.36 kBOpinnAðgát - útdrátturPDFSkoða/Opna