is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/730

Titill: 
  • Hvar leggur þjóðin við hlustir?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvernig mismunandi áherslur í
    dagskrárgerð eru að skila sér til hlustenda. Hvaða áhrif þær áherslur sem eru við líði
    hjá dagskrárgerðarmönnum kunna að hafa á hinn almenna hlustanda. Tveir þættir
    voru kannaðir. Fyrri þátturinn er Poppland sem er á dagskrá Rásar 2. Sá síðari er
    þáttur Rúnars Róbertssonar á Bylgjunni. Könnuð var söguleg þróun meðalhlustunar
    þessara tveggja þátta undan farin sex ár. Í ljós kom að meðan vinsældir Rásar 2 hafa
    minnkað undanfarin fjögur ár, þá hafa vinsældir Bylgjunnar aukist. Til þess að komast
    til botns í þessum mun var leitast við að finna hverjar áherslur umsjónarmanna
    þáttanna væri. Í ljós kom að töluverður munur var á áherslum umsjónarmannanna.
    Þannig leggja Popplendingar meiri áherslu á að kynna nýja tónlit, þá sér í lagi nýja
    íslenska tónlist. Þeir gera jafnframt nokkra kröfu um að þeirra hlustendur geti sætt sig
    við lög sem þeim finnist óþægileg án þess að skipta um rás. Rúnar Róbertsson hefur
    aftur á móti þær áherslur að skemmta fólki og stytta því stundir með þægilegri tónlist
    og léttu spjalli. Bylgjan hefur þær áherslur í tónlistarvali að fólk eigi að geta gengið að
    því vísu hvernig tónlist sé þar spiluð. Ekkert á að koma hlustendum á óvart.
    Til þess að sjá hvernig þessar áherslur mælast fyrir á meðal hlustenda voru valdir sex
    einstaklingar úr mismunandi stéttum atvinnulífsins. Tveir verslunarstjórar
    matvöruverslana, tveir hárgreiðslumeistarar og loks tveir iðnaðarmenn. Niðurstaðan
    reyndist sú að hinn almenni hlustandi hefur ekki þolinmæði til þess að láta yfir sig
    ganga tónlist sem viðkomandi finnst óþægileg. Flestir munu einfaldlega skipta um rás.
    Þetta útskýrir að nokkru auknar vinsældir Bylgjunnar, sem gengur út frá því að ekkert
    í tónlist eigi að koma hlustendum sínum á óvart.

Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/730


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf9.24 kBOpinnHvar leggur - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heimildaskra_gudmundur.pdf28.47 kBOpinnHvar leggur - heimildaskráPDFSkoða/Opna
ritgerd_gudmundur.pdf192.94 kBOpinnHvar leggur - heildPDFSkoða/Opna
utdrattur_gudmundur.pdf18.58 kBOpinnHvar leggur - útdrátturPDFSkoða/Opna