is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7315

Titill: 
  • Stanislavski, Kerfið og Wild at Heart. Aðlögun skáldsögu að kvikmynd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér er fjallað um ferli aðlögunar frá skáldsögu til kvikmyndar. Til þess að kanna það ferli verður stuðst við skáldsöguna Wild at Heart: The Story of Sailor and Lula eftir Barry Gifford og kvikmyndina Wild at Heart eftir leikstjórann David Lynch. Notast verður við Kerfi (e. the system) leikhúsfrömuðarins Konstantín Stanislavski við samanburð á skáldsögunni og kvikmyndinni. Verkið verður kannað út frá þremur hringum Kerfisins, stóra-, miðju- og innsta hring, og höfuðspurningum höfunda svarað.
    Farið verður í frásögn kvikmyndamiðilsins og kannað hvað hann eigi sameiginlegt með skáldsögunni og leikhúsinu. Þar sem Kerfið byggir að mestu leiti á persónusköpun verður horft til þess sérstaklega þegar ferli aðlögunar er skoðað. Kerfið miðast við leikarann sem er miðill leikhússins, en miðill kvikmyndarinnar er kvikmyndavélin. Kerfið er hér sett fram sem einskonar tæki sem þýðir úr einni listgrein yfir í aðra – einu formi yfir í annað.
    Stiklað er á stóru varðandi útfærslu Kerfisins og notkun. Skáldsaga Gifford og kvikmynd Lynch eru settar inn í Kerfið út frá hringunum þremur. Ennfremur eru skoðaðar fimm kringumstæður sem tilheyra miðju-hring. Loks er kannað hvað sé ólíkt og hvað sé líkt með skáldsögunni og kvikmyndinni. Höfundarnir tveir eru bornir saman ásamt því að persónusköpun er tekin til sérstakrar skoðunar. Loks er reynt að svara með aðstoð Kerfisins hvað einkenni góða aðlögun almennt og hvort að Wild at Heart falli þar undir.

Samþykkt: 
  • 17.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7315


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María Ágústsdóttir_BA.pdf294.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna