ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7323

Titill

Skvísumyndir: fjölbreytt viðfangsefni, einhæfar kvenímyndir

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Skvísumyndir eru kvikmyndir sem fjalla um félagslegar og persónlegar aðstæður kvenna og hvernig þær takast á við þær. Myndirnar tilheyra skvísumenningu, fyrirbæri sem tók að vekja athygli í kringum 1996 með útkomu bókarinnar The Bridget Jones Diary eftir Helen Fielding. Myndirnar eru fjölbreyttar og eru taldar eiga rætur sínar að rekja til kvikmyndagreina á borð við rómantísku gamanmyndina og kvennamyndina. Í skvísumyndum er ímynd kvenna oft með svipuðu móti og í þessum sígildu greinum. Konur eru sýndar sem sjálfstæðar, og ráða yfir frelsi til þess að velja sér farveg í lífinu. Ástin er fyrirferðamikil í skvísumyndum og leitin að hinum fullkomna maka er það sem oft einkennir viðfangsefni þeirra. Í ritgerðinni er fjallað um þrjár skvísumyndir, How to Lose a Guy in 10 Days (2003, Donald Petrie), The Devil Wears Prada (2006, David Frankel) og Maid in Manhattan (2002, Wayne Wang), með sérstakri áherslu á kvenpersónur myndanna sem eru greindar út frá femínisma. Í kjölfar jafnréttisbaráttu kvenna á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fram sú hugmynd að nauðsynlegt væri að sýna „venjulegar“ konur í „raunverulegu“ umhverfi í stað þess að birta í sífellu draumaímynd kvenna. Í Hollywood-myndum var hún dregin upp með áherslu á kvenleika og kynþokka. Skvísumyndirnar þrjár verða skoðaðar með það fyrir augum að komast að því hvort að loforðið um hina „venjulegu“ konu í „raunverulegu“ umhverfi hafi verið uppfyllt.

Samþykkt
18.1.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lisa Margrét.pdf506KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna