is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7327

Titill: 
  • Titill er á þýsku Handball im Deutschunterricht
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð minni, “Handball im Deutschunterricht” skrifa ég um það hvernig hægt er að koma handbolta meira inn í þýskukennslu á Íslandi.
    Handbolti er vinsæl íþrótt, bæði á Íslandi og í Þýskalandi og spila margir af okkar bestu íþróttamönnum handbolta í Þýskalandi. Þetta er sterk tenging á milli þjóðanna og því gæti handbolti í þýskukennslu á Íslandi hvatt fleiri til þess að vilja læra tungumálið og vakið áhuga nemenda til að taka þátt í kennslustundunum. Einnig gæti þessi nálgun á tungumálinu aukið sjálfstraust þeirra til þess að tjá sig munnlega í þeim umræðum sem gætu skapast.
    Ég skrifa um það, hvaða þýðingu handbolti hefur í hvoru landinu fyrir sig og hvaðan hann kemur. Ég er með hugmyndir um verkefni sem hægt er að leggja fyrir nemendur, þar sem aðaláhersla er lögð á handbolta og þá Íslendinga sem spila handbolta í Þýskalandi.
    Ég fer einnig stutt í það, hvað það er að læra og tala nýtt erlent tungumál og hvaða aðferðir er gott, fyrir kennara, að nota til að nálgast nemendur og skapa hjá þeim sjálfstraust og öryggi til að tjá sig í tímum.
    Til þess að nálgast nemendur og fá innsýn í þeirra hugmyndir um þýskukennslu eins og hún stendur í dag, lagði ég spurningalista fyrir nemendur í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og Verslunarskóla Íslands. Þannig komst ég að því, að flestir eru sammála um það, að málfræðin vegi alltof þungt í kennslunni. Margir eru þeirrar skoðunar, að orðaforðinn sem nemendum ber að læra sé ekki nógu gagnlegur.Ég bar einnig undir þau þá hugmynd, að taka handbolta meira inn í þýskukennsluna og hvort það væri eitthvað sem kynni að kveikja áhuga þeirra.
    Ég hafði einnig samband við nokkra handboltamenn sem spila í Þýskalandi og fékk að heyra skoðanir þeirra á þessarri hugmynd. Ég vildi vita, hvort það hefði hugsanlega haft áhrif á val þeirra á erlendum tungumálum á menntaskólaárum þeirra, ef handbolti hefði vegið þyngra í þýskukennslunni.

Samþykkt: 
  • 18.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Arbeit++Handball+im+Deutschunterricht.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna