is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7330

Titill: 
  • Gestur og gestgjafi. Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er um fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands til útlanda og fyrstu heimsókn þjóðhöfingja til Íslands. Fyrri hluti ritgerðarinnar fjallar um för Ásgeirs Ásgeirssonar til Danmerkur árið 1954 sem forseti. Sú heimsókn var fyrsta ferðin sem forseti Íslands fór til Norðurlandanna og jafnframt fyrsta heimsóknin til Danmerkur eftir stofnun lýðveldis á Íslandi. Seinni hluti ritgerðarinnar er um opinbera heimsókn Friðriks IX Danakonungs til Íslands árið 1956. Koma Friðriks IX var fyrsta heimsókn erlends þjóðhöfingja til Íslands eftir lýðveldisstofnunina og í fyrsta skipti sem konungur Danmerkur kom til Íslands sem erlendur þjóðhöfðingi. Á þessum tíma var samband þjóðanna nokkuð viðkvæmt vegna handritamálsins og sjálfstæðisyfirlýsingu Íslands árið 1944 þegar Danmörk var enn hernumin af Nasistum. Ofangreindar heimsóknir áttu þátt í að bæta samskipti þjóðanna eftir sambandsslitin.
    Ísland var ungt lýðveldi þegar Ásgeir fór í sína fyrstu opinberu heimsókn til Norðurlandanna og fengu skipuleggjendurnir á Íslandi aðstoð bæði frá sendiherrum Íslands á Norðurlöndunum sem og frá dönsku hirðinni. Þar sem samskipti landanna voru viðkvæm á þessum tíma var það nokkuð umdeilt innan ríkistjórnar Íslands að forsetinn vildi skipuleggja opinbera ferð til gamla sambandslandsins. Fjallað er um samskipti ráðherranna við forsetann.
    Konungur Danmerkur hafði áður heimsótt Íslands en þá sem þjóðhöfðingi landsmanna en nú kom hann sem þjóðhöfðingi erlends ríkis. Undirbúningurinn fyrir heimsókn Friðriks IX var umfangsmikill því áhersla var lögð á að hún myndi takast vel. Fengu skipuleggjendur hennar aðstoð með undirbúninginn frá dönsku hirðinni sem og frá sendiherrum Íslands í Danmörku og Frakklandi. Það var ekki umdeilt að konungur Danmerkur kæmi í heimsókn til Íslands þótt handritamálið væri enn óleyst og hafði fyrrnefnd heimsókn Ásgeirs til Danmerkur eflaust þau áhrif.
    Helstu niðurstöðurnar eru þær að heimsóknirnar tvær stuðluðu að aukinni virðingu milli þjóðanna og að löndin tvö gætu í sameiningu leyst ágreiningsmál sín. Danir voru ánægðir með að forseti Íslands kæmi fyrst í opinbera heimsókn til þeirra lands og þótti það sýna að Íslendingar virtu enn Danmörku þótt sambandssamningnum hefði verið slitið einhliða frá Íslandi.
    Ritgerðin byggist fyrst og fremst á frumheimildum sem varðveittar eru á Þjóðskjalasafni Íslands auk greina úr dagblöðum.

Samþykkt: 
  • 18.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA+-+loka+eintak.pdf684.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna