is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7344

Titill: 
  • Áfangastaðurinn Grænland. Framtíð og uppbygging ferðaþjónustunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Grænland er talið vera ungur ferðamannastaður þar sem skipulagðar ferðir hófust rétt um 50 árum síðan með dagsferðum til Kulusuk frá Íslandi. Þróun á ferðaþjónustu á Grænlandi var lítil og hæg þar til eftir 1979 þegar heimastjórn Grænlands var sett á laggirnar og Ferðamálaráð Grænlands stofnað. Undir fyrrum stjórn ferðamálaráðsins var lítið samstarf á milli ferðþjónustuaðila í Grænlandi og ekki var unnið að sameiginlegum markmiðum, en nú eru nýir tímar framundan undir nýrri stjórn Ferðamálaráðsins. Í þessari rannsókn voru tekin viðtöl við hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar í Grænlandi og var leitast eftir því að greina hver framtíðaráform Ferðamálaráðs Grænlands séu, hvert er verið að stefna og hvað framtíðin mun bera í skauti sér. Einnig verður leitast eftir því að svara hver ferðamaðurinn er sem heimsækir Grænland, á hvaða svæði er hann er að fara og hvaða tegund ferðamanna heimsækir ákveðin svæði. Þá verður velt upp þeim spurningum hvort einhver áhrif séu að gæta í samfélagi Grænlendinga vegna ferðamanna, hvar þolmörk heimamanna liggja í garð ferðamanna og hvort mismunur sé eftir svæðum. Niðurstöður rannsóknar sýna að Ferðamálaráð Grænlands vinnur að meiri samhæfingu innan ferðaþjónustunnar sem og milli hennar og ferðaþjónustunnar, þannig að allir séu að vinna að sama markmiði. Einnig mun vera unnið að því að sérhæfa hvert svæði fyrir sig sem gerir ferðamanninum kleift að stunda ólíka afþreyingu frá einu svæði til annars. Þá kom í ljós að Ferðamálaráð áformar að herja á nýja markaði en nýta sér fyrri reynslu og einbeita sér að sambærilegum aldurshópi. Tegundir ferðamanna sem heimsækja Grænland eru mismunandi eftir svæðum, og er því rétt að sérhæfa þarf hvert svæði fyrir sig svo að það nái að uppfylla kröfur þess hóps sem heimsækir svæðið. Að auki kom í ljós að áhrif vegna ferðamanna eru sýnileg í samfélagi Grænlendinga og eru þau misjöfn eftir svæðum. Í kjölfarið vakna spurningar um hver möguleg þolmörk verða og eru þau greind fyrir hvert svæði fyrir sig.

Samþykkt: 
  • 20.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð (3).pdf561.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna