is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7353

Titill: 
  • Orðræða í þýðingum á Íslandi í dag. Rannsókn meðal þýðenda, ítarviðtöl og spurningakönnun um viðhorf þýðenda til starfs síns
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um þýðendur á Íslandi í samtímalegu og sögulegu ljósi og reifa það sem skrifað hefur verið um þýðendur, af þeim sjálfum, áhugafólki um þýðingar, fræðimönnum og þýðingafræðingum. Orðræðan um þýðingar í dag er því í brennidepli og inn í hana fléttast fróðleikur frá fyrri tíð til að skerpa hana og sýna hvernig hún hefur breyst í áranna rás. Oddur Gottskálksson, Jón á Bægisá og fleiri fyrri tíðar þýðendur eiga sitthvað sameiginlegt með þýðendum nútímans jafnvel þótt grundvallarmunur sé á aðbúnaði þeirra og hjálpargögnum sem notuð eru við þýðingarnar. Á öllum tímaskeiðum hafa þýðendur þurft að hafa til að bera tiltekna hæfni til að geta flutt texta á sómasamlegan hátt frá einum menningarheimi til annars og gildir þá einu hvort um sé að ræða þýðingar fagurbókmennta eða nytjatexta. Sökum smæðar þýðingamarkaðarins á Íslandi hafa þýðendur oft og tíðum þurft að taka að sér öll verkefni sem þeim bjóðast hvort sem þeir hafa áhuga á viðkomandi efni eða ekki. Það er því ekki sanngjarnt að bera saman einnar bókar þýðendur og þá sem hafa þýðingar að aðalstarfi. Atvinnuþýðendur sitja yfirleitt löngum stundum við tölvuna og þurfa oft að vinna undir miklu álagi sem veldur því að þeir geta ef til vill ekki skilað eins góðum texta og þeir vildu sökum tímaskorts. Einnar bókar þýðendur nostra iðulega við hverja setningu sem þeir þýða og þar að auki hafa þeir væntanlega ekki þýðingar að aðalstarfi og þar með er trúlega enginn sem rekur á eftir þeim að skila af sér viðkomandi verki.
    Afrakstur spurningakönnunar, sem ég sendi fjölmörgum íslenskum þýðendum og ekki síst ítarviðtöl, sem ég tók við átta atvinnuþýðendur, flytur okkur beint inn í hugarheim þýðenda. Þar spurði ég meðal annars spurninga sem snerta starf og starfsaðstöðu þýðenda ásamt persónulegum atriðum, eins og hvort þýðandinn væri ánægður í starfi sínu og hvort hann teldi starfi hans sýnd nógu mikil virðing. Ýmsir áhugaverðir þættir komu í ljós í þessari rannsókn og þrátt fyrir að þýðendur á Íslandi séu misleitur hópur virðast ýmsir þættir sameina þá sem skýrir ef til vill hvers vegna viðkomandi þýðandi hóf að stunda þýðingar og hvers vegna hann ílentist í starfinu þrátt fyrir að ýmis ljón væru á veginum.

  • Útdráttur er á ensku

    English Summary
    In this essay, I talk about translators in Iceland in a contemporary and historical context and discuss what has been written on translators, by themselves, translation enthusiasts, academics and translation scholars. The focus is, therefore, on today's translation discourse, combined with knowledge from earlier times to sharpen it and to illustrate how it has changed through the years. Oddur Gottskálksson, Jón from Bægisá and other earlier translators have many things in common with contemporary translators even though there is a fundamental difference between their working conditions and translation aids. In all ages, translators have had to possess certain qualities to be able to convey the meaning of texts in a decent manner from one culture to another and it makes no difference whether they are translating literary or technical texts. Due to the smallness of the Icelandic translation market, translators must accept all projects that they are offered for translation, whether they are interested in the subject or not. Therefore, it is not fair to compare one-book translators to those who are professional translators. Professional translators often spend long hours in front of the computer screen and must also frequently work under heavy stress with the consequences that they are not able to deliver the quality text that they wish due to shortness of time. One-book translators tend to spend a long time meticulously constructing each sentence, not the least due to the fact that translating might not be their primary profession and presumably no one is pressing them to deliver the translation.
    The results of the questionnaire which I sent to a number of translators and not the least the in-depth interviews, which I conducted with eight professional translators, take us directly into their way of thinking. In the questionnaire and during the interviews, I asked questions concerning the working conditions of translators as well as personal issues such as whether translators are content in their jobs and whether they think that the translation profession is respected among the general public. Various interesting aspects were revealed in this study and despite the fact that translators in Iceland are a heterogeneous group, there are various common denominators to be found, which perhaps explain why they began to work in the field of translation and continued to do so despite many obstacles.

Styrktaraðili: 
  • Erasmus, BHM
Samþykkt: 
  • 20.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7353


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ordraeda um thydingar Dagny Thorgn-loka.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna