ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7375

Titill

Minjar undir malbiki. Fornleifaskráning í þéttbýli

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Mikill vöxtur hefur verið í fornleifaskráningu, á Íslandi, á undanförnum árum sem haft hefur í för með sér umtalsverða fjölgun þekktra minjastaða í landinu, auk þess sem skipulag minjaverndar hefur tekið talsverðum framförum, a.m.k hvað
varðar ytri umgjörð. Hinn mikli vöxtur sem orðið hefur í fornleifaskráningu hefur þó einkum verið á dreifbýlum svæðum í landinu en þegar hins vegar er litið til stöðu þessara mála í á þéttbýlisstöðum er nokkuð annað upp á teningnum og er
yfirsýn minjaverndaryfirvalda yfir fornleifar á slíkum stöðum oft á tíðum ærið takmörkuð. Einnig henta hefðbundnar aðferðir fornleifaskráningar illa við skráningu minja í þéttbýli þar sem þær hafa einkum þróast út frá aðstæðum í dreifbýli.
Meginviðfangsefni verkefnisins, sem greint veður frá í eftirfarandi ritgerð var fornleifaskráning á bæjarstæðum í landi Reykjavíkur sem gerð var í þeim tilgangi
að prófa aðferðir sem talið var að gætu hentað betur aðstæðum í þéttbýli en hefðbundnar aðferðir. Flestar fornleifar á í þéttbýli eru ekki sýnilegar á yfirborði
og var grundvallarhugmyndin á bak við aðferðafræðina sú, að þótt ekki væri hægt að staðsetja einstakar fornleifar þá væri samt sem áður hægt að áætla umfang þeirrar starfsemi sem þær tilheyrðu og þannig skilgreina hættusvæði þar sem líkur væru á að minjar gætu leynst í jörðu. Reynsla af fornleifaskráningu í
dreifbýli hefur sýnt að flestar minjar er að finna í næsta nágrenni sveitabæja, þ.e í gömlu heimatúnunum. Af þessum sökum var ákveðið að skilgreina hættusvæðið
tún utanum öll bæjarstæðin sem skráð voru í Reykjavík og var talið að þannig væri hægt að ná utanum stærstan hluta landbúnaðarminja í borgarlandinu.
Einnig var skilgreint hættusvæðið bæjarhóll umhverfis þau bæjarstæði þar sem búast má við þykkum mannvistarlögum vegna langrar búsetu. Alls voru skilgreindir 45 bæjarhólar 60 tún í borgarlandinu og lagt mat á ástand bæjarstæðanna byggt á þeirri röskun sem sýnileg er á vettvangi eða þekkt er úr
heimildum. Niðurtöður skráningarinnar benda til þess að ástand bæjarstæða Reykjavíkur er ærið bágborið og er ástæða til að tekið verði til hendinni í varðveislumálum þessa minjaflokks svo koma megi í veg fyrir frekari eyðingu
hans í framtíðinni.

Samþykkt
20.1.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Minjar undir malbiki.pdf22,8MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna