ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/738

Titill

Náttúran allan ársins hring : útivist og hreyfiþroski leikskólabarna

Útdráttur

Tilgangur verkefnisins er að athuga hvort marktækur munur sé á hreyfiþroska barna á leikskólum sem hafa útivist sem markvissann þátt í starfi sínu og á leikskólum sem hafa það ekki. Hreyfiþroski var kannaður á börnum fæddum 2001 sem eru því á sjötta aldursári.
Farið er yfir helstu þætti sem hafa áhrif á hreyfifærni barns: hreyfiþroska, hreyfinám, hreyfivanda, hreyfistjórnun, þróun líkamans og fleira. Talað er um hreyfingu og leik barna á leikskólum og útivist á leikskólum. Einnig er farið yfir rannsóknaraðferð, hreyfiþroskaprófið og aðferðafræði rannsókna.
35 börn frá tveimur leikskólum sem starfa eftir ólíkum markmiðum, tóku þátt í rannsókninni. Við notuðum MOT 4-6 hreyfiþroskapróf til að mæla hreyfiþroska barnanna.
Við könnuðum hvort marktækur munur væri á hreyfiþroska þessara tveggja leikskóla en það reyndist ekki vera (p = 0,570).
Við völdum þetta viðfangsefni til að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að gera útivist að markvissari þætti í leikskólastarfi en við teljum mikilvægt að börnin komist í snertingu við náttúruna með aukinni útivist.

Samþykkt
31.8.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Fylgiskjal 1.pdf70,2KBOpinn Fylgiskjal 1 PDF Skoða/Opna
Fylgiskjal 2.pdf114KBOpinn Fylgiskjal 2 PDF Skoða/Opna
Fylgiskjal 3.pdf33,3KBOpinn Fylgiskjal 3 PDF Skoða/Opna
Greinargerð.pdf679KBOpinn Greinargerð PDF Skoða/Opna
Hreyfiþroskapróf.pdf291KBOpinn Hreyfiþroskapróf PDF Skoða/Opna
Úrvinnslublöð.pdf53,0KBOpinn Úrvinnslublöð PDF Skoða/Opna
Útdráttur.pdf37,9KBOpinn Útdráttur PDF Skoða/Opna
Þakkir.pdf28,2KBOpinn Þakkir PDF Skoða/Opna