is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7387

Titill: 
  • Sönn forysta
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er umfjöllum um kenninguna um sanna forystu (authentic leadership). Þetta er nýleg forystukenning sem hefur vakið mikla athygli meðal fræðimanna í forystukenningum í Bandaríkjunum og víðar. Kenningin um sanna forystu var þróuð í kjölfar hryðjuverkaárásar á Bandaríkin 2001 og spillingar í fjármálastofnunum landsins. Almenningur fylltist óöryggi og hræðslu og vantrú á fólki í forystu, bæði í fjármálastofnunum og stjórnmálum. Kallað var eftir nýrri forystu, leiðtogum sem voru heiðarlegir, góðviljaðir og trúverðugir.
    Kenningin um sanna forystu leggur áherslu á jákvæða sálfræðilega eiginleika leiðtogans ásamt siðferðilegri rökhugsun og þáttum áhrifamikilla lífsatburða sem hafa áhrif á þróun leiðtogans til sannrar leiðtogahæfni. Sannir leiðtogar eru taldir búa yfir jákvæðum sálfræðilegum eiginleikum, svo sem sjálfstrausti, eru vongóðir, bjartsýnir og þrautseigir. Þeir sýna gagnsæi í tengslum við aðra, hafa sterka siðferðiskennd, horfa til framtíðar og leggja áherslu á að þróa fylgjendur til sannrar leiðtogahæfni.
    Í ritgerðinni er farið yfir helstu forystukenningar og sérstaklega lögð áhersla á nýlegar forystukenningar sem tengjast sannri forystu og í lokin eru þessar kenningar bornar saman. Þessar nýlegu kenningar eru umbreytingaforysta, siðferðileg forysta, þjónandi forysta og andleg forysta. Allar þessar kenningar leggja áherslu á sterka siðferðiskennd leiðtoga.
    Í lok ritgerðarinnar er rannsóknarspurningunni svarað og reifað í hverju kenningin um sanna forystu felst, hvað hún á sameiginlegt með öðrum forystukenningum og á hvern hátt hún greinir sig frá þeim. Rannsókn á kenningunni bendir til þess að sönn forysta sé tengd umbreytingaforystu og siðferðilegri forystu hvorri um sig, þó að hún greinist frá þeim sé litið til meginþátta hennar. Einnig eru margir þættir sannrar forystu tengdir kenningunum um andlega forystu og þjónandi forystu, þó að þær kenningar greini sig einnig frá sannri forystu.

Samþykkt: 
  • 20.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7387


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA_ritgerð_lokaloka.pdf608.04 kBLokaður til...01.01.2031HeildartextiPDF