is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7390

Titill: 
  • Þróun í þágu kvenna. Byggðaþróun í brennidepli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þróun er umdeilt hugtak og merking þess víðfem. Það er hefð innan þróunarstofnanna að líta á þróun sem aukna velferð og þá minni fátækt. Fyrsta þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna vísar til þess að draga úr fátækt og þau eru hin almennu viðmið í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þriðja markmiðið lýtur að málefnum kvenna. Þrátt fyrir að vaxandi athygli sé beint að málefnum kvenna í þróunaraðstoð standa þær enn höllum fæti. Byggðaþróun er aðferð sem beitt er í þróunarsamvinnu og miðar að því að veita fátækum sveitasamfélögum aðstoð í baráttunni við fátækt.
    Markmið ritgerðarinnar er að draga fram helstu sjónarmið í fræðilegri umræðu um konur og þróun, þróunaraðstoð og byggðaþróunarverkefni. Í ritgerðinni er sjónum beint að því hvar áherslan er lögð á konur í þróunaraðstoð einkum í byggðaþróunarverkefnum. Sérstaklega er tekið mið af femíniskum kenningum og þeim nálgunum sem settar hafa verið fram um konur og þróunaraðstoð. Litið er til byggðaþróunarverkefnis Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Úganda til að fá skýrari mynd að viðfangsefninu og það haft til hliðsjónar.
    Beitt er eigindlegri aðferðafræði þar sem tekin eru viðtöl en einnig er stuðst við ritaðar heimildir og fyrirliggjandi gögn. Niðurtsöður gefa til kynna að marghliða stuðningur er megineinkenni byggðaþróunarverkefna þar sem áherslan er lögð á eignarhald og þátttöku heimamanna. Leitast er við að ná til kvenna og fá þær til að taka þátt. Einkum hefur það gefið góða raun í fullorðinsfræðsluverkefnum. Þrátt fyrir að áhersla sé lögð á málefni kvenna og reynt að fylgja jafnréttisstefnu ÞSSÍ þá hefur reynslan sýnt að það er erfitt að framfylgja henni sem skyldi.

Samþykkt: 
  • 21.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7390


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun í þágu kvenna.pdf920.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Höfundur óskar eftir því að verkið verði hvorki afritað né prentað út.