ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7428

Titill

Stuðningur við jákvæða hegðun. Inngripsmælingar í 8. - 10. bekk í þremur grunnskólum haustið 2010

Skilað
Febrúar 2011
Útdráttur

Árin 2008-2009 innleiddu þrír grunnskólar í Reykjanesbæ stuðning við jákvæða hegðun (positive behavior support eða PBS) til að sporna við hegðunarvanda nemenda skólanna. Stuðningur við jákvæða hegðun er hegðunarstjórnarkerfi sem notað er til þess að draga úr hegðunarvanda og bæta lífsgæði. Kerfið byggist í grófum dráttum á því að sýna á skýran hátt hverjar væntingar til hegðunar séu og hvetja til jákvæðrar hegðunar með því að veita æskilegri hegðun jákvæða athygli en beita viðeigandi afleiðingum þegar óæskileg hegðun kemur fram. Kerfið er hægt að nota hvort sem er á einstaklinga eða innleiða það í menntastofnunum. Rannsóknir hafa sýnt að eftir innleiðingu kerfisins dregur úr óæskilegri hegðun og æskileg hegðun eykst auk þess að starfsandi verður betri. Í þessari ritgerð er farið yfir inngripsmælingar sem gerðar voru í nóvember 2010 þar sem skoðuð var hegðun nemenda í 8.-10. bekk. Þessar mælingar eru hluti af stærri rannsókn sem hófst árið 2008 og stendur enn yfir.

Samþykkt
25.1.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS lokaverkefni_An... .pdf14,3MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna