ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/743

Titill

Þekking og viðhorf 15-16 ára unglinga sem stunda íþróttir til mataæðis og hollustu : Rannsókn sem gerð var í febrúar 2007

Útdráttur

Þegar unglingar stunda íþróttir af kappi getur viðhorf þeirra og þekking á heilsusamlegu mataræði verið mikilvægt lykilatriði til alls árangurs. Gott og næringarríkt mataræði getur hjálpað til við að ná árangri í íþróttum. Góður árangur í íþróttum byggist ekki aðeins á strangri líkamsþjálfun, heldur einnig á heilbrigðum lifnaðarháttum, og þá ekki síst á hollu mataræði. Með fjölbreyttu og næringarríku mataræði er hæglega hægt að fá næga næringu úr öllum fæðuflokkum.
Rannsókn þessi fjallar meðal annars um viðhorf og þekkingu unglinga sem stunda íþróttir á hollu mataræði. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf unglinganna til mataræðis, þekkingu þeirra á hinum ýmsu næringarefnum, og hvaðan þau hafa þá þekkingu sem þau búa að.
Þátttakendur í rannsókninni voru 15-16 ára unglingar sem stunda íþróttir innan íþróttafélaganna á Akureyri. Úrtak var gert meðal iðkenda í fjórum íþróttagreinum, fótbolta, handbolta, fimleikum og sundi. Þátttakendur voru 114 talsins, bæði stúlkur og strákar og voru spurningarlistar notaðir til gagnaöflunar. Listarnir innihéldu spurningar um viðhorf og þekkingu unglinganna til heilsusamlegs mataræðis.
Niðurstöður þessarar rannsóknar eru mjög áhugaverðar, sér í lagi þegar litið er til þekkingar unglinganna á orkuefnum.
Svar við rannsóknarspurningu um hvert viðhorf og þekking unglinga sem stunda íþróttir til mataræðis og hollustu er í stuttu máli þessi: Á heildina litið er viðhorf unglinga til heilsusamlegs mataræðis almennt mjög jákvætt en þekking þeirra er ekki nægileg á hinum ýmsu næringarefnum. Þekking þeirra á hollustu ákveðinna matvæla var þó í samræmi við væntingar, betri en þekkingin á hollustu út frá hugtökum næringarfræðinnar. Áberandi var lítil þekking þeirra á orkuefnunum og í hvaða matvælum þau væri helst að finna, einnig nýting þeirra í tengslum við íþróttaiðkun þar sem unglingarnir virðast ekki gera sér grein fyrir virkni/áhrifum þeirra. Ekki sást neinn áberandi munur milli kynja né árganganna tveggja í þessari rannsókn.
Þessar niðurstöður benda sterklega til þess að auka þurfi fræðslu meðal unglinga á næringu, næringarefnum og æskilegri samsetningu fæðunnar ekki síður í tengslum við íþróttaiðkun en daglegt líf. Auk þess ættu þessar niðurstöður að veita vakningu hjá þeim fagaðilum sem unglinganna fræða s.s. meðal kennara og þjálfara.

Samþykkt
1.9.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heildarskjal.pdf483KBOpinn Heildarskjal PDF Skoða/Opna