ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7431

Titill

Magdalena-Picasso. Birtingarmyndir kvenlíkamans í myndlist í nútíð og fortíð.

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Ritgerðin fjallar um birtingarmyndir kvenlíkamans í verkum samtímalistakonunnar Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur og listamannsins Pablo
Picasso. Verk þeirra eru kynnt, túlkuð og borin saman út frá viðfanginu. Fjallað er um
hvernig túlkun á viðfangsefninu, kvenlíkamanum, er fjölbreytt og um leið ólík í
meðförum þessara listamanna í nútíð og fortíð.
Lagt verður út af feminískum hugmyndum listfræðingsins Carol Duncan eins
og þær birtast í grein hennar „Virility and Domination in Early Twentieth-Century
Vanguard painting“. Þar fjallar Duncan, út frá feminísku sjónarhorni, um verk þekktra
karllistmálara í Evrópu á árunum fyrir og eftir aldamótin 1900. Hvernig listmálarnir,
módernistarnir, völdu sér keimlíkt viðfangsefni, sem var kvenlíkaminn, þar sem
túlkun og framsetning einkenndist af kynferðislegum yfirráðum karlkyns
listamannanna. Konan væri sýnd sem valdalaus og undirgefin kynferðisvera í verkum
módernistanna.
Skoðaðar eru greinar eftir þekkta listfræðinga sem meðal annars fjalla um
viðfangsefni verksins Les Demoiselles d´Avignon sem hér er notað sem samnefnari
módernismans.

Samþykkt
26.1.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Bryndís JBA nr2.pdf870KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna