ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7439

Titill

Þekking almennings á Alzheimers sjúkdómnum

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Erlendar rannsóknir hafa sýnt að þekking almennings á Alzheimers sjúkdómnum er ekki mikil. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga, meðal annars með því að seinka greiningu. Einnig getur takmörkuð þekking umönnunaraðila haft slæm áhrif á þeirra eigin heilsufar. Í þessari rannsókn var markmiðið að kanna, í fyrsta sinn, þekkingu almennings á Íslandi á Alzheimers sjúkdómnum. Þátttakendur voru 107 (meðalaldur= 38 ár) og svöruðu tveimur spurningalistum: Knowledge about Memory Loss and Care (KAML-C) og Alzheimer‘s Disease Knowledge Test (ADKT). Þátttakendur svöruðu um 40% spurninga rétt á KAML-C og 35% á ADKT og stóðu þátttakendur með háskólamenntun sig betur en aðrir. Niðurstöður voru í samræmi við fyrri rannsóknir á þessu sviði og gefa tilefni til frekari rannsókna hér á landi með nýrri kvörðum.

Samþykkt
28.1.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BSheildartexti_Hilmar.pdf295KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna