is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7444

Titill: 
  • Ritstjórn tímarita. Um samspil ritstjóra, höfunda og lesenda
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritsmíð er skipt í þrjá hluta. Í upphafshlutanum Frá hugmynd – til lesenda, er að finna fræðilega umfjöllun á hlutverki ritstjóra tímarita, með áherslu á samband hans við höfunda og lesendur. Þar verður drepið á helstu atriði í mótun ritstjórnarstefnu, vinnuskipulags, tímastjórnunar og ritstýringu texta. Auk þess, verður leitast við að útskýra mikilvægi þess að byggja upp náið samband við greinahöfunda. Ritstjóri þarf jafnframt að þekkja lesendur til þess að selja tímarit. Í því skyni verður rætt um lesendur sem leiðtoga og með hvaða hætti ritstjóri getur nálgast lesendur.
    Fleiri mál knýja dyra. Í öðrum kaflanum geri ég stafsnámi mínu á menningarsviði Morgunblaðsins skil. Yfirskrift kaflans er Frá hugmynd – að prenti en þar verður sagt frá starfi blaðamannsins, verkefnum, vinnubrögðum og viðbrögðum lesanda. Lokakafli verksins ber heitið Ritstjórar hafa orðið en þar verður rætt við tvo ritstjóra sem hafa um langt skeið starfað á íslenskum menningartímaritum. Í umræðum og lokaorðum verður sjónum beint að hinu mikilvæga lýðræðishlutverki fjölmiðla, skyldum blaðamanna í þágu samfélagsins og upplifun höfundar á margslungnu starfssviði blaðamannsins. Starfsnámið, ásamt ritsmíð þessari er liður í lokaverkefni til M.A.-prófs í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands, undir leiðsögn Guðna Elíssonar.

Samþykkt: 
  • 28.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7444


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.A. ritstjórn tímarita.pdf669.24 kBLokaðurHeildartextiPDF