is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7449

Titill: 
  • Eldfjallagarður og jarðminjasvæði á Reykjanesskaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um jarðminjasvæði á Reykjanesskaga í tengslum við uppbyggingu eldfjallagarðs á svæðinu. Farið er yfir landfræðilega legu skagans, jarðfræðirannsóknir og fjallað almennt um ástæður eldvirkninnar. Helstu jarðmyndunum eldfjallalandslagsins er lýst og fjallað er um jarðfræðilega fjölbreytni, jarðfræðilega arfleifð og jarðfræðitengda ferðaþjónustu sem mun gegna veigamiklu hlutverki í eldfjallagarði verði hann byggður upp á svæðinu. Megininntak ritgerðarinnar er lýsing á 14 jarðminjasvæðum á skaganum sem kæmu til greina sem lykil- eða ítarsvæði í eldfjallagarði, verði ákveðið að skipuleggja hann úr frá slíku svæðisvali. Fjallað er um þessi svæði sem voru skoðuð í vettvangsvinnu og rætt um þær jarðminjar og jarðlög sem þar er að finna. Niðurstöður eru helstar að Reykjanesskagi henti vel sem eldfjallagarðssvæði fyrir jarðfræðitengda ferðaþjónustu vegna legu sinnar nálægt höfuðborg og alþjóðaflugvelli en ekki síður vegna hinna fjölbreyttu eldvarpa og gosminja. Náttúruvernd á skaganum er ábótavant en góð skipulagning á eldfjallagarði gæti stuðlað að úrbótum í þeim efnum og betri kynningu á svæðinu fyrir almenningi. Svæðin sem valin voru til umfjöllunar eru misjafnlega stór og aðgengileg. Þau eru fjölbreytt hvað varðar eldvirkniferli og ná allt frá Reykjanesi austur í Reykjanesfólkvang. Finnast þar flestar gerðir landforma og eldvarpa sem einkenna skagann og eru þau talin henta vel í eldfjallagarði sem byggður yrði upp í kringum ákveðin jarðminjasvæði.

  • Útdráttur er á ensku

    The topic of this thesis is the Reykjanesskagi peninsula in southwestern Iceland and the establishment of a future volcanic park in the area. The first chapters will give an overview of the geography, geology, volcanism and geological research. The volcanic landscape is described and several concepts such as geodiversity, geoheritage and geotourism are discussed, but geotourism will be an important part of a future volcanic park in the area. The main part of the thesis discusses 14 areas selected as special geosites on the peninsula. The areas were explored in the field and their significance as geosites in a volcanic park is discussed. The main conclusions of the thesis is that the Reykjanesskagi area is suitable for a volcanic park, especially for geotourism, because of its geographical setting near the capital of Iceland and the international airport being located inside the area. The volcanic formations in the area are very diverse, displaying almost every known type of volcanic formation found on earth. Nature conservation on the peninsula needs to be improved considerably. Therefore the establishment of a volcanic park could be an opportunity to increase the awareness of the public and to promote the scenic volcanic landscape. The chosen geosites are different in size and accessibility. They display most volcanic landforms and volcanic processes created by the volcanism in the area and should be suitable as special geosites in a volcanic park.

Styrktaraðili: 
  • Náttúrustofa Reykjaness og Náttúrustofa Norðurlands vestra
Samþykkt: 
  • 31.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7449


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerdin_lokaeintak_ias.pdf10.17 MBOpinnPDFSkoða/Opna