is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7453

Titill: 
  • Viðskiptakerfi ESB með tilliti til raforku
  • Titill er á ensku Emission Trading in the European Union with regard to Electricity
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðskiptatilskipun ESB með tilliti til raforku
    Orku- og umhverfismál hafa verið ofarlega í hugum flestra Íslendinga á undanförnum misserum, meðal annars vegna REY- og Magma Energy-málanna. Í þessari ritgerð er fjallað um þær tilskipanir og reglugerðir er berast frá Evrópusambandinu og varða þennan málaflokk. Fyrst er þar farið yfir sögu raforkulöggjafar á Íslandi en aðgangur að raforku er lykilatriði til að nútímaþjóðfélag geti gegnt sínu hlutverki og uppfyllt þær þarfir sem til þess eru gerðar. Því næst er litið til Evrópusambandsins og gætt að því hvaða tilskipanir og reglugerðir gilda þar um þessi efni og hverjar af þeim hafa nú þegar verið leiddar inn í íslensk lög í gegnum EES-samninginn. Jafnframt er skoðað hvernig alþjóðasáttmáli eins og Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna frá 1992 og Kyoto-bókunin við hann hafa áhrif á löggjöfina hér, en Ísland er aðili að nefndum samningi og bókuninni.
    „Orku- og umhverfispakki” Evrópusambandsins var kynntur til sögunnar árið 2007. Þar voru þau háleitu markmið sett fram að stefnt væri að 20% samdrætti í losun á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2020. Í ritgerðinni er hugað að því hvað felist í þessum „orkupakka” og hvernig hann tengist Íslandi. Því næst er farið yfir viðskiptatilskipunina nr. 2003/87/EB sem er eins konar kvótakerfi með losunarheimildir og skoðað hvaða áhrif hún muni hafa hér á landi og þá sérstaklega á raforkumarkaðinn.
    Einnig er athygli beint að svokallaðri RES-tilskipun nr. 2001/77/EB, sem hefur það að markmiði að fá aðildarríkin til að framleiða raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum. Ný RES-tilskipun var gefin út árið 2009, nr. 2009/29/EB og er hugað að því hvaða áhrif hún muni hafa hérlendis, ef þá nokkur.
    Að lokum er hugleitt að því hvaða áhrif umræddar tilskipanir og reglugerðir hafi eða muni hafa á íslenska raforkulöggjöf og -markað.

  • Útdráttur er á ensku

    Emission Trading in the European Union with regard to Electricity.
    Energy and environmental matters have been issues of particular concern among Icelanders in recent years, not least as a result of the REY and Magma Energy cases. This paper will discuss the European Union Directives and Regulations that relate to the matter. First, the history of electricity legislation in Iceland will be reviewed since access to electricity is a key issue in allowing a modern society to play its role and meet the demands made of it. Thereafter, account will be taken of the European Union and an examination made of the Directives and Regulations that apply within the EU and which of them have already been adopted into Icelandic law through the EEA Agreement. At the same time, an examination will be made on the manner in which international conventions such as the United Nations Framework Convention from 1992 and the Kyoto Protocol affect Icelandic legislation, as Iceland is party to the said Convention and Protocol.
    The European Union’s energy and environment “package” was introduced in 2007. This set forth the lofty goal of aiming for a 20% reduction in greenhouse gas emissions before 2020. The paper examines what the energy “package” involves and how it relates to Iceland. Thereafter, a review is made of the Trading Directive No. 2003/87/EC (a form of quota system for emission allowances) and the impact it will have in Iceland, particularly as regards the electricity market.
    Attention is also paid to the RES-Directive 2001/77/EB, the goal of which is to encourage member states to produce electricity from renewable energy sources. A new RES-Directive was issued in 2009, 2009/29/EB and an examination is made of what impact it will have in Iceland, if any.
    Finally, an examination will be made of the effect the said Directives and Regulations have or will have on Icelandic electricity legislation and the Icelandic market.

Samþykkt: 
  • 31.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7453


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðskiptakerfi_ESB_með-tilliti-til_raforku..pdf837.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna