is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7460

Titill: 
  • Eignarráð landeiganda sjávarjarða að auðlindum innan netlaga
  • Titill er á ensku Landowners right to resources in the net zone
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eignarráð landeiganda sjávarjarða að auðlindum innan netlaga - Úrdráttur
    Í ritgerð þessari er fjallað um eignarráð landeiganda að auðlindum innan netlaga. Fjallað verður sérstaklega um afmörkun jarða til sjávar, hvaða auðlindir er að finna innan netlaga, hvernig eignarráðum landeiganda er háttað og með hvaða hætti eignarráðum landeiganda eru sett takmörk að lögum. Markmið umfjöllunarinnar er að taka saman þær réttarreglur íslensks réttar sem gilda um eignarráð landeiganda yfir auðlindum innan netlaga.
    Í ritgerðinni er fjallað um afmörkun netlaga og með hvaða hætti afmörkun þeirra er háttað í íslenskum rétti. Fjallað er um hugtakið auðlind og hvað geti fallið þar undir. Eignarráð landeiganda eru gerð skil og sérstaklega fjallað um hvort landeigandi njóti sömu eignarráða yfir netlögum eins og hann nýtur yfir fasteign. Eignarráðum landeiganda yfir einstökum auðlindum er gerð skil þar sem rakin eru ákvæði laga sem fjalla um rétt landeiganda til nýtingar auðlinda innan netlaga og þær takmarkanir sem ákvæði laga setja landeiganda. Réttindi sem sérstaklega er fjallað um er fiskveiðiréttur, réttur til dýraveiði, hagnýting gróðurs, hagnýting jarðrænna auðlinda, nýting auðlinda til orkuvinnslu og nýting reka.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að svæðið innan netlaga er hluti fasteignar og landeigandi á þar allar eignarheimildir, nema þær sem eru takmarkaðar af lögum. Landeigandi verður því ekki sviptur þeim auðlindum sem á fasteign hans finnast nema með greiðslu bóta. Löggjafanum er þó heimilt að takmarka verulega hagnýtingarrétt landeiganda án þess að bótaskylda stofnist.

  • Útdráttur er á ensku

    Landowners right to resources in the net zone - Abstract
    This thesis deals with the landowner‟s legal rights over resources in their net zones. The thesis covers how land is defined to the sea, which resources are found within the net zone, how the Icelandic laws ensure landowners legal right to the resources and how the laws restrain his rights. The aim of this thesis is to observe Icelandic law concerning landowner‟s legal right to resources in the net zone.
    In this thesis the net zone are determinate and how the net zone is determinate in Icelandic law. The term resource is defined and what could fall under the term. Landowner‟s legal rights are analyzed and specially address if the landowner have the same legal rights over resources in the net zone as he have over his land. Landowner‟s legal right to particular resources is addressed. Icelandic legislative that ensure the landowner‟s right over his resource are addressed and how the law restrict his rights. Landowner„s right that are specially addressed is catching or hunting of fish and animals, right to use vegetation, right to use earth resource, right to use resource for energy use and right to use driftwood and drifted whale.
    The main findings are that the area within the net zone is part of the landowner‟s property and therefore he has authorization over all resources, which are not limited for him to use by law. Landowner will not be restricting from using his resources unless he gets compensation for his loss. Legislator can however restrict landowner‟s right to use his resource without the obligation to pay the landowner compensation.

Samþykkt: 
  • 31.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eignarrad.Audlindir.netlog.pdf748.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna