ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniLandbúnaðarháskóli Íslands>Auðlindadeild>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7473

Titill

Vellíðan mjólkurkúa: aðbúnaður – atferli – hreinleiki - áverkar

Skilað
Maí 2008
Útdráttur

Gerð var athugun á vellíðan mjólkurkúa á 18 kúabúum í Skagafirði, þar sem 9 bú hýstu kýr sínar í básafjósi en 9 í lausagöngufjósi. Markmiðið með þessari athugun var að skoða hvort aðbúnaður í fjósum og vellíðun kúnna væri í samræmi við það sem æskilegt þykir og hvort ástæða væri til frekari rannsókna á þessu sviði.
Athugunin var tvískipt, úttekt á aðbúnaði í fjósi annars vegar og mat á ástandi vellíðunarþátta hjá kúnum sjálfum hins vegar. Í aðbúnaðarhluta var stærð bása, ljósmagn, hitastig og rakastig mælt og lagt mat á hreinleika og þurrleika bása, hreinleika veggja, hreinleika glugga, gæði lofts og hreinleika og grip á gangvegum þar sem það átti við. Í vellíðunarhluta athugunar var fylgst með atferli, lagt mat á hreinleika kúa og ástand hækla Aðbúnaðarþættirnir voru bornir saman við reglugerð nr. 438/2002 þar sem það átti við og vellíðunarþættirnir bornir saman við niðurstöður annarra rannsókna og það sem vísindamenn hafa sett sér sem viðunandi viðmiðun. Mikill breytileiki var í aðbúnaðarþáttum, bæði milli fjósgerða sem og innan þeirra. Þó var greinilegt að stærðir bása hentuðu yfirleitt einungis minnstu kúnum og ljósmagni var víða ábótavant, sérstaklega í básafjósum. Atferli kúa var að mestu í samræmi við það sem æskilegt þykir. Kýr sem voru í básafjósi reyndust hreinni á júgri og fótum en skítugri á lærum og nára heldur en kýr í lausagöngufjósi. Almennt
var ástand hækla óviðunandi, en að meðaltali voru fleiri hæklar í góðu ástandi í lausagöngufjósum heldur en í básafjósum. Básar í básafjósum eru hreinni og þurrari en básar í lausagöngufjósum. Þar sem ekki tókst að sýna fram á orsakaþætti fyrir breytileikanum gefur athugunin tilefni til frekari rannsókna.

Samþykkt
1.2.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Axel Kárason Vellí... .pdf1,75MBOpinn  PDF Skoða/Opna