is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7490

Titill: 
  • Málsmeðferðarreglur fyrir gerðardómum á Íslandi. Samanburður á meginreglum einkamálaréttarfars, málsmeðferðarreglum laga um samningsbundna gerðardóma, nr. 53/1989, og reglum erlends gerðardómsréttar
  • Titill er á ensku Procedural Principles of Arbitration in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Notkun gerðarmeðferðar við úrlausn ágreiningsmála hefur aukist mikið í heiminum á undanförnum áratugum, einkum á sviði alþjóðlegra viðskipta. Sambærileg þróun hefur ekki átt sér stað hér á landi og eru gerðardómar almennt lítið notaðir í samanburði við önnur lönd. Fyrir því kunna að vera ýmsar ástæður og er það meðal annars kannað í þessari ritgerð hvort hérlend löggjöf um gerðardóma sé þar áhrifavaldur og hvort reglur gerðardómsréttar séu íslenskum lögfræðingum ókunnar. Í því skyni er lagt upp með að leita svara við því hvort málsmeðferðarreglur sem gilda um gerðarmeðferð hér á landi séu sambærilegar málsmeðferðarreglum laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, og hvort þær standist alþjóðlegan samanburð.
    Til að svara því eru meginreglur íslensks einkamálaréttarfars bornar saman við málsmeðferðarreglur laga um samningsbundna gerðardóma, nr. 53/1989 (hér eftir gdl.), og því næst eru málsmeðferðarreglur gdl. bornar saman við landsrétt Svíþjóðar, Englands og Frakklands. Til að auka gildi samanburðarins eru sjónarmið sem almennt gilda um málsmeðferð í alþjóðlegum gerðardómsrétti kynnt.
    Helstu niðurstöður eru að málsmeðferðarreglur fyrir gerðardómum hér á landi byggja að miklu leyti á sömu sjónarmiðum og málsmeðferð fyrir almennum dómstólum. Á því eru þó mikilvægar undantekningar og má þar nefna sjálfræði aðila gerðarmáls til að ákveða hvaða reglur gilda um gerðarmeðferðina og trúnaðarskyldu gerðarmanna. Þá leiddi samanburður á hérlendum gerðardómsrétti og landsrétti þriggja samanburðarlanda í ljós að löggjöf allra landanna byggir að mestu á sömu grundvallarsjónarmiðum. Hvað gdl. varðar kom í ljós að þau eru vissum annmörkum háð varðandi málsmeðferðarreglur sem einkum lýsa sér í því að ófrávíkjanlegar reglur laganna eru helst til of ítarlegar að aðrar málsmeðferðarreglur eru frekar fátæklegar. Er því mælst til þess að lögin verði endurskoðið með það að markmiði að gera löggjöfina skilvirkari og aðgengilegri.

  • Útdráttur er á ensku

    The use of arbitration as a method of resolving disputes has increased substantially over the past decades, especially in the field of international commerce. This has not been the case in Iceland, and arbitration is generally not a preferred method of resolving disputes. There are various reasons for this evolvement and one of the objectives of this thesis is to examine whether the Icelandic Arbitration Act is a factor. For this purpose, this thesis aims at answering the question whether the procedural rules of the Icelandic Arbitration Act are comparable to the principles set forth in the Code of Civil Procedure, in Act No. 91/1991, and whether the procedural principles of the Icelandic Arbitration Act withstand international demands.
    In order to answer these questions a comparison is made between the general principles of the Code of Civil Procedure in Iceland and the procedural rules provided for in the Icelandic Arbitration Act, No. 53/1989 (the “Act”). Thereafter, the procedural rules of the Act are compared with the Arbitration Acts of Sweden, England and France. In order to increase the value of the comparison, a general overview of the international arbitration procedure is set forth.
    The main findings are that the procedural rules of Icelandic Arbitration Act are generally based upon the same ideology as the principles of Code of Civil Procedure. However, there are some contrasts, the most important ones being party autonomy regarding procedural issues and the confidentiality of the proceedings. The comparison of the national legislations unveiled a certain distinctions albeit the legislation is mainly based upon the same principles. Furthermore, the research leads to the conclusion that the Icelandic Arbitration Act has some shortcomings related to procedural issues. As a result, a revision of the Act is recommended in order to increase its efficiency and accessibility.

Samþykkt: 
  • 1.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Málsmeðferðarreglur fyrir gerðardómum GÖP.pdf502.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna