is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7495

Titill: 
  • Tíðni ákveðinna byggingarþátta í Íslenska hrossastofninum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar íslensk hross eru dæmd fyrir byggingu er merkt við athugasemdir til rökstuðningar á dómnum. Fullnaðardómar voru teknir saman ásamt athugasemdum við þá fyrir árin 2000 til 2007, alls voru þetta 15.225 dómar. Tíðni athugasemdanna var notuð til að reyna að fá lýsingu á hrossastofninum. Einnig var tíðni
    athugasemdanna tekin saman í samhengi við einkunnir við þær og fundið meðaltalseinkunn þeirra. Þetta var gert til að fá hugmynd að því hvaða athugasemdir vega mest til hárra og lágra einkunna. Gerð var aðhvarfsgreining milli einkunna og athugasemda er lýsa sama byggingarþætti innan byggingareiginleika og samtímis fundið skýringahlutfall þessarara athugasemda, sem segir til um
    breytileika þeirra við einkunnirnar. Þær upplýsingar gáfu öðruvísi mynd af því hvernig athugasemdirnar vinna með einkunum og ennfremur hvaða byggingarþættir hafa mestu áhrif á einkunnir fyrir viðkomandi eiginleika. Athugasemdir sem lýsa sama byggingarþætti bæði jákvætt og neikvætt geta verið báðar mjög háar í tíðni en ekki önnur á kostnað hinnar, en þannig samband
    hefði æskilegt til að vera haldbær lýsing á byggingarþáttum stofnsins. Fyrir háls, herða og bóga var þó hægt að greina slíkt samband milli byggingarþátta. Hins vegar gefa athugasemdir sem eru háar í tíðni nokkra lýsingu á þeim byggingarþætti sem þær eiga við í stofninum. Athugasemdir vega mismikið til hárra og lágra einkunna óháð tíðni þeirra í dómum. Þannig geta athugasemdir sem eru lágar í tíðni haft hlutfallsega mikil áhrif á einkunn. Athugasemdin djúpir fyrir hófa sýndu yfirgnæfandi bestu svörun við einkunnir. Búast má við hækkun um 0,67 í dómi ef
    merkt var við hana Einnig var skýringarhlutfallið þar hæst af öllum 0,35 sem segir til um hvernig breytileiki einkunna fylgi vel viðkomandi athugasemd/-um. Einnig hafði djúpir hæstu meðaltalseinkunn allra athugasemda. Algengasta athugasemdin
    af öllum er háar herðar til hækkunnar fyrir háls, herðar og bóga. Hæst í tíðni til lækkunnar er lítil sinaskil fyrir fótagerð. Er því óhætt að segja að þessir byggingarþættir fremur öðrum séu nokkuð lýsandi fyrir stofninn.

Samþykkt: 
  • 1.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs. ritgerð_Egill Gestsson.pdf357.1 kBOpinnPDFSkoða/Opna