is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7519

Titill: 
  • Mitt Creditinfo
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið fólst í að smíða aðgangsstýrðan vef sem ætlaður er einstaklingum/almenningi. Vefnum er meðal annars ætlað að veita einstaklingum aðgengi að tilteknum upplýsingum sem um þá eru skráðar hjá Creditinfo. Það var því viðeigandi að vefurinn fengi nafnið Mitt Creditinfo. Þá er vefnum einnig ætlað að verða upplýsandi varðandi ýmis fjárhagsleg málefni er tengjast starfssemi félagsins.
    Þar sem verið var að vinna með persónuupplýsingar var mikil áhersla lögð á öryggismál. Einnig var mikil áhersla lögð á nytsemi þar sem verið var að einfalda notendum aðgengi að umræddum gögnum.
    Markmið verkefnisins er því að búa til notendavænt umhverfi á vefsíðu sem einstaklingar geta nýtt til upplýsingaöflunar á öruggan og nytsamlegan hátt.
    Creditinfo ræður yfir eina miðlæga gagnagrunni sinnar tegundar á Íslandi. Creditinfo skrásetur bæði upplýsingar og miðlar upplýsingum úr öðrum gagnagrunnum svo sem Þjóðskrá, Fasteignaskrá, Ökutækjaskrá, Vinnuvélaskrá, Dómasafn, Hlutafélagaskrá og Skönnuð skjöl. Auk þess sem fyrirtækið heldur utan um sína eigin grunna svo sem VOG, Vanskilaskrá, Rekstrarsöguskrá, GÁT, Greiðsluhegðun, CIP-einstaklinga, CIP-fyrirtækja, Ársreikningar, Fjölmiðlavakt svo fátt eitt sé nefnt.
    Einstaklingar hafa rétt á að fá upplýsingar hjá Creditinfo um hvaða upplýsingar eru á skrá hjá félaginu og hverjir hafa skoðað þær. Er það fyrst og síðast bundið við starfsleyfisskyldar skrár (t.d. vanskilaskrá). Til þessa hefur afhending umræddra upplýsinga einungis verið með eftirfarandi hætti:
    a) afhenda þær á skrifstofu félagsins gegn framvísun skilríkja.
    b) senda þær á lögheimili viðkomandi.
    Undanfarin ár hefur margvísleg þjónusta færst yfir á internetið, svo sem ákveðinn hluti bankaþjónustu, aðgengi að margvíslegum upplýsingum, netverslanir o.fl. Með þessum vef er því verið að miðla umræddum upplýsingum á þann hátt að það falli vel að kröfum fólks í nútímasamfélagi.
    Vefsíður sem veita sambærilegar upplýsingar og Mitt Creditinfo er ætlað að gera, hafa til margra ára verið þekktar erlendis en slík upplýsingaveita er enn ekki til á Íslandi. Því er hér um að ræða nýjung á Íslandi sem hefur í för með sér stórbætta aðgengismöguleika fyrir einstaklinga að umræddum upplýsingum.
    Verkefnið varðari viðkvæmar upplýsingar sem tryggja þarf að lendi ekki í höndum óviðkomandi. Því þurfti að gilda strangar öryggisreglur um innskráningu á þann hátt að vitað sé fyrir víst að innskráður aðili sé sá sem hann segist vera. Í þessu sambandi þurfti að skoða heppilegustu útfærsluna og lendingin var sú að nota sendingu auðkenna í heimabanka viðkomandi. Birting upplýsinga þurfti einnig að vera með öruggum hætti.
    Þar sem sumar upplýsingar eru seldar á síðunni þurfti einnig að ganga frá öruggum samskiptum við kreditkortafyrirtæki.

Styrktaraðili: 
  • Verkefnið var unnið í samvinnu við Creditinfo.
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 3.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7519


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskýrsla.pdf3.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna