is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/754

Titill: 
  • Ferilmappa í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að skoða hvernig leikskólar geta nýtt sér ferilmöppur við mat á starfi sínu með það í huga að auka gæði þess og gera starfið sýnilegra. Til grundvallar eru kynntar ákveðnar áherslur fræðimanna sem tengjast virku námi barna. Fjallað er um tilgang ferilmöppunnar og kynntar eru stuttlega þrjár tegundir af ferilmöppum og mismunandi markmið með þeim. Gerð er grein fyrir hvers vegna ætti að nota ferilmöppu og hvað hún geti innihaldið. Helstu aðferðir við gagnaöflun eru kynntar og skráningum eru gerð ítarleg skil vegna þess hve mikilvægur þáttur þær eru í ferilmöppunni. Einnig er fjallað um verk barnanna, komið er með dæmi um hverju má safna og hvað ber að hafa í huga. Sjónum er beint að gildi ferilmöppu og skráninga fyrir kennarann, barnið og þeim möguleikum sem hún gefur í foreldrasamstarfi. Í lokin er gerð grein fyrir viðtölum sem tekin voru við tvo leikskólastjóra og einn skólastjóra grunnskóla þar sem kannað var hvernig unnið er með ferilmöppur á vettvangi. Niðurstöður sýndu að ferilmappa er raunhæf matsleið bæði fyrir leikskóla og grunnskóla og getur ýtt undir virkni barns í eigin námi. Auk þess styrkir ferilmappa foreldrasamstarf og gerir starfið sýnilegra.
    Lykilorð: Skráningar, skráningaraðferðir.

Samþykkt: 
  • 3.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ferilmappa_heild.pdf418.01 kBLokaðurheildarverkefniPDF