is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7556

Titill: 
  • Beit hrossa á afréttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hross hafa verið rekinn á afrétt allt frá því er elstu menn muna og hefur rekstur þessi verið fastur þáttur í sögu þjóðar um aldir. Að reka hross á afrétt hefur verið liður í því að létta á beitarálagi heima fyrir og jafnframt að friða heima hagann yfir sumartímann. Ásamt því að létta á beitarálagi og friða heimahagann er talið að það sé gott fyrir hross að ganga afrétt, það þroskar þau og styrkir, sérstaklega ungviðið. Á árum áður voru hross rekin á afrétt nánast á öllu landinu en í dag eru hross aðeins rekin á afrétt á Norðurlandi.
    Í verkefni þessu voru teknir fyrir afréttir í Skagafjarðar og Húnavatnssýslum en það eru þau svæði sem flest hross reka á afrétt enn þann dag í dag. Hönnuð var viðhorfskönnun sem fjallaði um beit hrossa á afréttum, könnunin var síðan send út á þau lögbýli er heldu hross. Könnunin byggðist upp á 31 spurningu, þar sem fyrst voru almennar spurningar um þátttakendur, þá spurningar um hross og hrossaeign og að síðustu spurningar um afréttarmál.
    Helstu niðurstöður úr könnunninni eru þær að bændur telja það mjög mikinn skaða fyrir íslensk hross og hrossarækt ef rekstur á afrétt leggst af. Einnig telja þeir það nauðsynlegan uppeldisþátt fyrir ungviðið að ganga á afrétt því þar læri þau að agast í stóði og finna sína virðingarröð innan um fjölda annara hrossa. Eins sé þetta liður í andlegum þroska hrossa ásamt því að vera nauðsynleg hreyfing og styrking fyrir fætur, vöðva, liði og bein. Flestir voru ánægðir með afréttamálefni í sinni sveit en töldu að aflétta mætti dagsetningum og fara frekar eftir árferði hvert ár fyrir sig þegar reka ætti hross á afrétt.

Samþykkt: 
  • 14.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7556


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Beit hrossa_Steinunn_loka.pdf705.18 kBOpinnPDFSkoða/Opna