is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7564

Titill: 
  • Aðgengi fatlaðra að níu náttúruverndarsvæðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að kanna aðgengi fatlaðra að níu náttúruverndarsvæðum á Íslandi. Valdir voru þjóðgarðarnir fjórir, Skaftafell, Snæfellsjökull, Jökulsárgljúfur og þjóðgarðurinn á Þingvöllum auk fimm annarra vinsælla ferðamannastaða, Gullfoss,
    Geysir, Dimmuborgir, Hraunfossar og Barnafoss. Gerður var listi til þess að meta skipulega aðstæður á hverjum stað. Listinn var
    gerður í samstarfi við fulltrúa Öryrkjabandalags Íslands og Sjálfsbjargar. Tekið var til breiddar á göngustígum, halla þeirra, yfirborðsefna, salernisaðstöðu og sérmerktra bílastæða fyrir fatlaða. Við úrvinnslu matsniðurstaðna var einnig tekið tillit til almennra reglna sem varða umhverfi fatlaðra s.s. um aðkomu að byggingum, rými og aðstöðu. Dregin eru fram það atriði laga og reglna sem varðað geta útivist og möguleika fatlaðra til hennar. Áætla má að um 14 % landsmanna hafi sérhæfða þörf frá þessu sjónarmiði (fatlaðir og aldraðir). Helstu niðurstöður athugunarinnar eru þessar:
    · Aðgengi reyndist vera misjafnt að svæðum og víða óviðunandi.
    · Mörg atriðin voru smáatriði sem koma má í veg fyrir með reglulegu eftirliti og
    fyrirhafnarlitlum úrbótum.
    · Lögð er fram tillaga að stjörnugjöf svæða með hliðsjón af aðgengi fatlaðra að
    náttúruverndarsvæðum landsins.
    · Rannsaka þarf mismunandi yfirborðsefni göngustíga með tilliti til umferðar og þarfa fatlaðra. skerpa þarf ákvæði um umhverfi og útivist í Skipulags- og byggingarlögum svo meira tillit sé tekið til þarfa fatlaðra. Fagleg umfjöllun byggingarnefnda sveitarfélaga og yfirvalda náttúruverndarsvæða verði í samráði við samtök fatlaðra eða fulltrúa þeirra (fatlaðan einstakling). Loks er hvatt til að áfram verði unnið að athugunum á þessu
    sviði í því skyni að bæta umhverfi og efla útivistarmöguleika sem flestra.

Samþykkt: 
  • 16.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7564


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðgengi fatlaðra að níu náttúruverndarsvæðum.PDF8.64 MBOpinnPDFSkoða/Opna