is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7567

Titill: 
  • Hver eru úrræði og lagavernd barna gegn líkamlegu og andlegu ofbeldi með vísan til 99. gr. barnaverndarlaga, 217. gr. almennra hegningarlaga og alþjóðlegra samninga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þann 22. janúar 2009, kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm sem kallaður hefur verið flengingardómurinn. Niðurstaða dómsins vakti reiði og jafnvel undrun almennings í landinu en þar var karlmaður sýknaður af ákæru fyrir að hafa beitt börn kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Með lögum nr. 52/2009 voru gerðar breytingar á ákvæðum barnaverndarlaga nr. 80/2002, um afdráttarlaust bann við því að beita barn ofbeldi í refsingaskyni og þar með kveðið á, að um refsinæman verknað væri um að ræða í slíkum tilfellum. Með frumvarpi til barnaverndarlaga nr. 80/2002 var kveðið á, að lögin og frumvarpið sjálft ætti að tilgreina nægjanlegar heimildir til verndunar barna gegn ofbeldi, en niðurstaða Hæstaréttar vísaði til að ekki væri þar nógu sterklega kveðið á um slíka vernd. Viðbrögð löggjafarvaldsins vegna niðurstöðu Hæstiréttar fólust fyrst og fremst í að ákvæði 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga var lögfest með þeim tilgangi að skýrt væri kveðið á um að í lögum væri að finna bann við líkamlegum og andlegum refsingum í garð barna. Mikilvægi lögfestingar ákvæðisins felst í að kveðið er með meiri afgerandi hætti um vilja löggjafans og þar með gætir að skýring ákvæðisins sem fylgdi frumvarpinu verður notað sem lögskýringargagn um markmið og tilgang ákvæðisins.
    Uppeldisstarf foreldra og annarra aðila er talið meðal mikilvægstu hlutverkum í þjóðfélögum. Íslensk löggjöf og löggjöf nágrannalandanna er reist á þeirri stefnu að það þykir ákjósanlegast að fela foreldrum forsjá og uppeldi barna sinna. Á síðari tímum hefur einnig átt sér stað sú breyting að leiksskólar og grunnskólar taka í meiri mæli en áður þátt í því starfi. Þar sem þróunin í lýðræðisríkjum hefur verið á þann veg að meiri áhersla er lögð á vernd og mannréttindi í þágu hvers borgara hefur einnig sú stefna verið að þarfir og hagsmunir barnsins séu metnir eftir þjóðfélagslegri virðingu. Þar sem áður tíðkaðist að lemja börn til hlýðni eða til refsingar, hefur orðið mikil breyting á meðal ríkja heims að afnema bæði slíkt viðhorf og gerðir, en þess í stað unnið að tryggja börnum heilbrigt og öruggt umhverfi. Aukin meðvitund og réttarþróun skýrir ef til vill þá þróun, en hins vegar sú viðurkenning sem átt hefur sér stað að börn sem búa, lifa og hrærast í nútímaþjóðfélagi eigi sér grundvallarréttindi sem aðilar verði að virða. Hugsjón sú sem á að gilda í dag, jafnt fyrir foreldra og aðra aðila sem koma að barnauppeldi er, að það sem barni er fyrir bestu sé það leiðarljós sem sitja á í fyrirrúmi.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til des. 2011
Samþykkt: 
  • 16.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind_Heida_Sigurbergsdottir.pdf610.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna