is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7585

Titill: 
  • Hvernig er hugmyndinni um sjálfsmynd þjóðar beitt í umræðunni um auðlindir Íslands og er slík umræða ólík eftir því um hvaða auðlind er rætt?
  • Titill er á ensku How is the concept of national identity used in the debate about Icelandic natural resources and does the debate differ depending on which natural resource is discussed?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða hvort og þá hvernig hugmyndinni um sjálfsmynd Íslendinga sem þjóðar er beitt í umræðunni um auðlindir Íslands. Teknar eru fyrir sjávarauðlindin annars vegar og orkuauðlindin hins vegar. Einnig er skoðað í ritgerðinni hvort umræðan sé ólík eftir því um hvora þessara auðlinda er rætt.
    Niðurstöður ritgerðarinnar sýna fram á það að hugmyndinni um sjálfsmynd þjóðarinnar er beitt í umræðunni um íslenskar auðlindir til þess að undirstrika ákveðin sjónarmið þeirra
    aðila sem hafa þar hagsmuni að gæta. Þetta er meðal annars gert í umræðunni um sjávarauðlindina með því að vísa sterklega í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og fullveldi þjóðarinnar. Umræðan um báðar auðlindirnar er að miklu leyti bundin við þá
    þjóðernishyggju sem hefur mótað umræðu, og þá sérstaklega pólitíska umræðu, allt frá byrjun 20. aldarinnar. Umræðurnar um auðlindirnar tvær eru þó ólíkar að því leyti að á meðan umræðan um sjávarauðlindina höfðar meira til þjóðernisvitundar Íslendinga, sögu landsins og atvinnumenningar fyrr á tímum, þá höfðar umræðan um orkuauðlindina meira til hugmyndarinnar um margumtalaða yfirburðaþekkingu og forskot Íslendinga á sviði
    orkumála í alþjóðasamfélaginu. Umræðan um orkuauðlindina beitir því hugmyndinni um sjávarauðlindina beitir sjálfsmynd fortíðarinnar máli sínu til stuðnings.

Samþykkt: 
  • 17.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7585


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HVERNIG ER HUGMYNDINNI UM SJALFSMYND THJOÐAR BEITT I UMRÆÐUNNI UM AUDLINDIR ISLANDS OG ER SLIK UMRAEDA OLIK EFTIR THVI UM HVADA AUDLIND ER RAETT_-B.pdf3.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna