is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7602

Titill: 
  • Hvernig stendur íslenskt efnahagslíf í lok árs 2010?
  • Titill er á ensku How is the Icelandic economy doing at the end of 2010?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sú gríðarlega breyting sem varð á högum íslensku þjóðarinnar haustið 2008 verður lengi í minnum höfð. Hér varð kerfishrun sem á sér fá ef nokkur fordæmi. Í þessari skýrslu fer höfundur yfir þá stöðu sem nú er uppi í íslensku efnahagslífi og leggur mat sitt á það.
    Rannsóknin var framkvæmd að mestu með megindlegum rannsóknaraðferðum, notast var við upplýsingaveitur líkt og heimasíðu Seðlabanka Íslands, Hagstofu Íslands, skýrslur Alþjóða
    gjaldeyrissjóðsins, skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis o.fl. Einnig er að finna í skýrslunni það helsta sem kom fram í viðtölum höfundar við forsvarsmenn þriggja mikilvægra samtaka í
    íslensku atvinnulífi.
    Helstu niðurstöður höfundar eru þær að mörg jákvæð teikn eru á lofti og stærstur hluti lítilla og meðalstórra fyrirtækja er í skilum með lán sín. Mikilvægt er þó að leysa skuldavanda
    heimila og fyrirtækja til þess að skapa hér grundvöll fyrir atvinnuvegafjárfestingar sem aftur skilar sér í nýjum störfum. Í fjármálum hins opinbera hefur stefnan verið sett á jákvæðan
    frumjöfnuð strax árið 2011 og jákvæðan heildarjöfnuð árið 2013.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
  • 24.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7602


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS verkefni - Gylfi Jónsson - Senda.pdf1.12 MBLokaðurHeildartextiPDF