is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7606

Titill: 
  • Viðhorf bankastarfsmanna til árangurstengdra launa
  • Titill er á ensku Bankers‘ views towards incentivised compensation
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum, í mars 2010, um upptöku bónuskerfa að nýju í stóru bönkunum þremur, Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka, og reynsla höfundar af árangurstengdum launum, leiddi til þess að höfundur fór að velta fyrir sér hvort viðhorf bankastarfsmanna til árangurstengdra launa hafi breyst, frá því fyrir bankahrun. Ekki eingöngu viðhorf þeirra sem hafa reynslu af slíkum launum heldur líka þeirra sem hafa fylgst með þróun slíkra launa, hvort sem þær upplýsingar hafi fengist úr fjölmiðlum,rannsóknarskýrslu Alþingis eða upplifun þeirra af árangurstengdum launum annarra starfsmanna eða stjórnenda á þeirra vinnustað.
    Höfundur framkvæmdi megindlega rannsókn í formi spurningakönnunar með þátttöku bankastarfsmanna, sem hafa fengið greidd árangurstengd laun og sem hafa ekki fengið slík laun greidd. Spurningakönnunin var lögð fyrir starfsmenn Landsbankans.
    Niðurstöður rannsóknarinnar styðja við fræðilega hluta ritgerðarinnar. Viðhorf bankastarfsmanna eru ólík eftir því hvort starfsmennirnir hafa fengið greidd árangurstengd laun eða ekki. Viðhorf þeirra sem hafa fengið slík laun greidd eru jákvæðari gagnvart árangurstengdum launum en þeirra sem hafa ekki fengið slík laun greidd. Einnig má sjá mun á viðhorfum kynjanna en karlmenn eru jákvæðari en konur gagnvart árangurstengdum launum.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2012
Samþykkt: 
  • 24.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aníta Guðlaugsdóttir BS ritgerð .pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna